Erlent

Ríkisstjórn hélt líklegast velli

Lettar gengu að kjörborði í gær, í fyrsta sinn síðan þjóðin gekk í Evrópusambandið fyrir um tveimur árum. Þrátt fyrir að stjórnarandstöðuflokkur hafi naumlega verið með flest atkvæði samkvæmt útgönguspám er búist við að ríkisstjórn landsins haldi velli í kosningunum, en hún er undir forystu þjóðarflokksins.

Bandalag þjóðarflokksins og tveggja annarra flokka fékk rúm 45 prósent atkvæða, samkvæmt sömu útgönguspá. Gangi hún eftir mun bandalagið halda áfram um stjórnartaumana í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×