Erlent

Nærri hundrað sjóliðar létust

Hermenn skoða leifar sjálfsmorðsrútunnar Rútan sprakk um 150 kílómetra norðvestan höfuðborgarinnar Kólombó. Herinn segir að 92 sjóliðar hafi látist og 150 særst.
Hermenn skoða leifar sjálfsmorðsrútunnar Rútan sprakk um 150 kílómetra norðvestan höfuðborgarinnar Kólombó. Herinn segir að 92 sjóliðar hafi látist og 150 særst. MYND/AP

Rútu fullri af sprengiefni var ekið inn í bílalest srílankskra hermanna sem voru á leið í frí til höfuðborgarinnar Kólombó í gær. Samkvæmt tölum stjórnarhersins létust 92 sjóliðar og 150 særðust. Þetta er ein mannskæðasta árás Tamílatígra á stjórnarherinn síðan friðarsamkomulag var undirritað árið 2002.

Starfsmaður norrænu eftirlitssveitarinnar, SLMM, var í nágrenninu og kom fljótlega á staðinn til að rannsaka ódæðið. Það sem er óvenjulegt við árásina er að hún var utan átakasvæðisins. Enginn almennur borgari virðist hafa verið nálægt og allt bendir til að þetta hafi verið úthugsuð árás á herinn, segir Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitssveitarinnar.

Aðspurður hvort friðarferlið sé ekki í uppnámi eftir árásina segir Þorfinnur að enn sé allt óbreytt varðandi væntanlegar friðarviðræður milli stríðandi fylkinga, sem ráðgerðar séu í Sviss í lok þessa mánaðar. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun ennþá um að fresta eða hætta við friðarviðræðurnar. Það hefur tekið langan tíma að ná deiluaðilum að borðinu og við vonumst til þess að þetta verði ekki til þess að spilla fyrir þeim. Undirbúningur er því enn í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×