Erlent

Venesúela féll í fyrstu umferð

Atkvæði fellur
Fulltrúar Venesúela láta atkvæði sitt í kjörkassa á fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær.
Atkvæði fellur Fulltrúar Venesúela láta atkvæði sitt í kjörkassa á fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í gær. MYND/AP

Hvorki Venesúela né Gvatemala fengu tilskilinn meirihluta tveggja þriðju hluta atkvæða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þegar gengið var til atkvæða í gær um fimm fulltrúa í öryggisráði SÞ.

Suður-Afríka, Indónesía, Ítalía og Belgía voru þó kosin í öryggisráðið, hvert fyrir sinn heimshluta, en greiða þarf á ný atkvæði um fulltrúa Suður-Ameríku. Hljóti hvorki Venesúela né Gvatemala nægan meirihluta er mögulegt að ríki Suður-Ameríku komi sér saman um að velja annað ríki úr þeim heimshluta til þess að sitja í ráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×