Leikkonurnar ungu Keira Knightley og Lindsey Lohan munu leika lesbískar ástkonur í nýrri mynd sem byggist á ævi breska ljóðskáldsins Dylan Thomas.
Lohan upplýsti þetta í spjallþætti á MTV sjónvarpstöðinni og segir að Knightley muni leika hlutverk eldri manneskjunnar í myndinni og er þetta eins konar raunveruleg sýn á hennar karakter sem ber nafnið Vera. Það er móðir Knightley, Sharman Macdonald, sem skrifar handritið að myndinni en ekki er enn ljóst hverjir munu verða í öðrum hlutverkum.
Leikkonurnar eiga það sameiginlegt að vera afar vinsælar um þessar mundir en Lohan hefur verið gagnrýnd mikið fyrir partílifnað upp á síðkastið og að mæta of seint á tökustaði. Það er því spurning hvort Keira hafi ekki góð áhrif á partíljónið Lohan enda hefur hún ekki verið annað en til fyrirmyndar í fjölmiðlum.