Erlent

Enga fanga frá Guantanamo

Fangar í Guantanamo Evrópsk stjórnvöld eru sögð ekki vilja taka við þeim.
Fangar í Guantanamo Evrópsk stjórnvöld eru sögð ekki vilja taka við þeim. MYND/AP

Stjórnvöld í Bretlandi og Þýskalandi hafa á bak við tjöldin neitað að taka við föngum frá Guantanamo, sem bandarísk stjórnvöld hafa viljað senda aftur til síns heima, um leið og þau krefjast þess opinberlega að Bandaríkjamenn loki þessum illræmdu fangabúðum.

Bandaríska dagblaðið Washington Post skýrði frá þessu á þriðjudag.

Þá segir blaðið nánast öll Evrópuríki hafa neitað kínverskum föngum, sem eru í Guantanamo, um hæli þrátt fyrir að ekki þyki óhætt að senda þessa fanga til Kína vegna þess hvernig búast má við að tekið yrði á móti þeim þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×