Erlent

Markmið Evrópumanna er að skáka MIT

Áformin kynnt Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB (í miðju) og mennta- og rannsóknastjórarnir Jan Fígel (t.v.) og Janez Potocnik kynna áformin á blaðamannafundi.
Áformin kynnt Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB (í miðju) og mennta- og rannsóknastjórarnir Jan Fígel (t.v.) og Janez Potocnik kynna áformin á blaðamannafundi. MYND/AP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á miðvikudag áform um stofnun evrópsks rannsóknaháskóla sem standa ætti bandaríska skólanum Massachusetts Institute of Technology (MIT) á sporði.

Samkvæmt áætlun framkvæmdastjórnarinnar er gert ráð fyrir að 2,4 milljörðum evra, andvirði um 210 milljarða króna, verði á tímabilinu 2008-2013 varið til rannsóknamiðstöðvar sem kölluð yrði Tæknistofnun Evrópu (á ensku European Institute of Technology). Mótun rannsóknastefnu og fjármálastjórn yrði á hendi umfangslítillar stjórnsýslueiningar, en rannsóknirnar yrðu stundaðar í svokölluðum þekkingarmiðstöðvum, sem yrðu dreifðar um aðildarríki sambandsins.

Framkvæmdastjórnin segist þegar hafa tryggt 300 milljónir evra, rúmlega 2,6 milljarða króna, til að koma stofnuninni á laggirnar, en henni er ekki síst ætlað að skapa betri forsendur í Evrópu fyrir því að vinna upp samkeppnisforskot Bandaríkjanna á sviði rannsókna og þróunar.

Ráðherraráð og þing ESB þurfa að samþykkja áformin ef þau eiga að verða að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×