Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum 20. október 2006 05:00 Fundað um Norður-Kóreu Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japans funduðu í Seúl í gær og ræddu meðal annars um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna. Frá vinstri: Taro Aso, utanríkisráðherra Japan, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki Moon, utanríkirsáðherra og Suður-Kóreu MYND/AP Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum. Erlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum.
Erlent Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira