Kínverjar milda Kim Jong-Il með gjöfum 20. október 2006 05:00 Fundað um Norður-Kóreu Utanríkisráðherrar Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japans funduðu í Seúl í gær og ræddu meðal annars um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna. Frá vinstri: Taro Aso, utanríkisráðherra Japan, Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki Moon, utanríkirsáðherra og Suður-Kóreu MYND/AP Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum. Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Kínverska ríkisstjórnin reyndi í gær að bæta samskiptin við Norður-Kóreu með því að senda hátt settan embættismann til fundar við Kim Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Embættismaðurinn færði Kim persónulega gjöf frá Hu Jintao, forseta Kína, þó ekki hefði komið fram hver sú gjöf var. Óvíst er hver niðurstaða fundarins var, en að sögn Liu Jianchao, talsmanns utanríkisráðherra Kína, ræddu Kim og embættismaðurinn ítarlega um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Á sama tíma fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, með utanríkisráðherrum Suður-Kóreu og Japans, Ban Ki Moon og Taro Aso. Við viljum halda samningaleiðinni opinni, við viljum ekki auka á óstöðugleikann, sagði Rice á blaðamannafundi í Seúl og bætti við að hún vonaðist eftir að samningaumleitanir Kínverja bæru árangur. Jafnframt tók hún fram að samskipti Suður-Kóreu og Bandaríkjanna væru afar sterk þessa dagana. Þó segja fréttaskýrendur að ekkert bendi til þess að stjórnvöld í Suður-Kóreu ætli sér að taka upp harða afstððu Bandaríkjanna gegn kommúnistaríkinu. Kjarnorkutilraun Norður-Kóreu olli uppnámi í alþjóðasamfélaginu. Þrátt fyrir hörð viðbrögð hefur norðurkóreska ríkisstjórnin ekki samþykkt að láta af frekari prófunum og er talið að hún sé að undirbúa aðra tilraun. Það ætti aldrei að koma til annarrar kjarnorkusprengjutilraunar, því það myndi eingöngu gera ástandið enn verra, sagði Ban, sem jafnframt er verðandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Kína, sem löngum hefur verið sterkasti stuðningsaðili Norður-Kóreumanna og verið þeim innan handar með matargjafir og eldsneyti, virðist þó vera að missa þolinmæðina við Kim og stjórn hans. Heimsókn kínverska embættismannsins þykir benda til þess að Kínverjar séu nú að reyna að beita Norður-Kóreumenn frekari þrýsingi til að snúa aftur að samningaborðum sex þjóða um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Kína og Norður-Kóreu taka Suður-Kórea, Bandaríkin, Japan og Rússland þátt í þeim viðræðum.
Erlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira