Erlent

Kallað eftir samningi um orku

Leiðtogafundur Vladimír Pútín Rússlandsforseti, t.v., og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, í Lahti í gær.
Leiðtogafundur Vladimír Pútín Rússlandsforseti, t.v., og Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, í Lahti í gær. MYND/AP

Leiðtogar Evrópusambandsins kölluðu eftir „nánu og bindandi“ sambandi við Rússland hvað varðar orku á leiðtogafundi sem haldinn var í Lahti í Finnlandi í gær. Eins fóru þeir fram á staðfastari skuldbindingu Rússlands við alþjóðlegt eftirlit með orkumálum. Rússlandsforseti, Vladimír Pútín, mætti á síðari helming fundarins.

Nú þegar kaupa aðildarlöndin 25 fjórðung olíu sinnar frá Rússlandi, en undanfarið hafa leiðtogar ESB efast um áreiðanleika Rússlandsstjórnar hvað varðar sölu á olíu og drógu aðgerðir Rússlandsstjórnar í fyrra ekki úr þeim efa.

Í fyrravetur skar Rússland á alla orkusölu til Úkraínu eftir deilumál milli ríkjanna og olli það töfum á gassölu til nokkurra aðildarríkja ESB.

„Við ætlum okkur að mynda nánara, lagalega bindandi samband sem byggist á gagnkvæmum langtíma ávinningi,“ sagði forsætis­ráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, á blaðamannafundi í Lahti í gær, en Finnar fara nú með forystu ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×