Spá því að miðjubaráttan ráði úrslitum 22. október 2006 12:30 paul scholes Mun leika sinn fimmhundruðasta leik fyrir United í dag. MYND/nordicphotos/getty images „Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal. Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
„Fólk er að tala um það að ef við töpum þá séum við horfnir úr baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ég hugsa ekki þannig. Enska deildin er langt kapphlaup og ég hef trú á því að baráttan um meistaratitilinn verði jafnari núna en undanfarin ár og á lokasprettinum muni þrjú til fjögur lið eiga möguleika,“ sagði Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, um leik liðsins í dag sem er gegn Manchester United á Old Trafford. Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Manchester United þarf að sigra Liverpool til að endurheimta efsta sæti deildarinnar. Knattspyrnuspekingar virðast þó flestir vera á því að leikurinn endi með jafntefli í tilþrifalitlum leik þar sem miðjubaráttan verði allsráðandi. Þeir eru á því að mörkin í leiknum verði ekki mörg en úrslitin ráðist á því hvernig baráttan á miðsvæðinu fer. Bæði lið ættu að geta teflt fram nánast sínu sterkasta liði. United endurheimtir fyrirliða sinn Gary Neville og varnarmanninn Rio Ferdinand sem gátu ekki spilað með liðinu í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku. Gabriel Heinze og Ryan Giggs verða líklega í hópnum en Mikael Silvestre og Park Ji-Sung áfram á sjúkralistanum. Hjá Liverpool hefur Steven Gerrard hrist af sér meiðsli og spilar fyrir félagið í 350. sinn. Dirk Kuyt, Mohamed Sissoko, Daniel Agger og Robbie Fowler ættu allir að vera leikfærir. Leikurinn ætti að verða fimmhundruðasti leikur Pauls Scholes fyrir United. „Hann hefur þjónustað félagið frábærlega og leikið lengi í fremstu röð. Hans lífsstíll bendir til þess að hann muni spila áfram í nokkur ár til viðbótar. Hann er með meðfæddan fótboltaheila,“ sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Fjórir aðrir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Blackburn tekur á móti Bolton, Middlesbrough mætir Newcastle og Tottenham og West Ham eigast við í Lundúnarslag kl. 14 og klukkutíma síðar eigast við Reading og Arsenal.
Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira