Sálfræðiaðstoðin farin að skila sér 22. október 2006 15:00 fagnaði yfir sig Shevchenko skoraði langþráð mark fyrir Chelsea í gær og sleppti fram af sér beislinu í fagnaðarlátunum með þeim afleiðingum að hann fékk gult spjald fyrir vikið MYND/nordicphotos/getty images Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Úkraínski sóknarmaðurinn Andriy Shevchenko hefur glímt við markaþurrð síðan hann var keyptur til enska liðsins Chelsea frá AC Milan á Ítalíu. Fyrir leik liðsins gegn Portsmouth í gær hafði hann aðeins náð að skora eitt mark fyrir félagið eftir að hafa verið margfaldur markakóngur í ítölsku deildinni. Brugðið var á það ráð að leita sálfræðiaðstoðar fyrir Shevchenko og sú aðstoð er strax farin að skila sér því hann skoraði fyrra mark Chelsea í 2-1 sigri á Portsmouth í gær. Fyrir leikinn hafði Portsmouth aðeins fengið á sig samtals þrjú mörk en tvö bættust við í gær. Leikurinn var markalaus þangað til á 55. mínútu þegar Shevchenko náði að brjóta ísinn. Greinilegt var að þungu fargi var af honum létt með þessu marki og fagnaði hann gífurlega. Hann fagnaði reyndar það mikið að hann fékk á endanum gult spjald fyrir það. Tveimur mínútum eftir þetta mark skoraði síðan þýski miðjumaðurinn Michael Ballack eftir að Didier Drogba skallaði boltanum til hans. Portsmouth náði að minnka muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en það mark kom gegn gangi leiksins þar sem Chelsea hafði yfirhöndina frá upphafi til enda. „Þetta var erfiður leikur. Portsmouth er gott lið og við vorum lékum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn. David James átti frábæran dag í markinu hjá þeim og kom í veg fyrir það að við næðum að drepa leikinn,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea eftir leikinn. Fimm leikir voru í deildinni í gær og óvæntustu úrslitin voru hjá Wigan sem burstaði Manchester City 4-0. Emile Heskey kom Wigan yfir eftir rétt rúma mínútu og slökkti þar með í City strax í byrjun. Innan við þremur mínútum síðar kom næsta mark. „Með því að lenda tveimur mörkum undir eftir fjórar mínútur var okkar möguleiki eiginlega strax horfinn. Við lékum einfaldlega hræðilega í þessum leik,“ sagði Stuart Pearce, stjóri City. Þetta var kærkominn sigur fyrir Wigan sem hafði ekki náð að landa þremur stigum í sex leikjum fyrir þennan. Everton er enn ósigrað á heimavelli eftir 2-0 sigur á Sheffield United en gestirnir léku einum færri stærstan hluta leiksins eftir að Claude Davis fékk umdeilt rautt spjald. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Watford en Heiðar Helguson þurfti hins vegar að horfa á sína menn í Fulham frá varamannabekknum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aston Villa 1-1 en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn