Erlent

Peron í nýtt grafhýsi

í nýja grafhýsinu Grafhýsið er í San Vicente, um 45 km suðvestur af höfuðborginni Buenos Aires.
í nýja grafhýsinu Grafhýsið er í San Vicente, um 45 km suðvestur af höfuðborginni Buenos Aires. MYND/AP

 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Argentínu þegar jarðneskar leifar Juans Domingos Peron, sem réð lögum og lofum í Argentínu stóran hluta síðustu aldar, voru í liðinni viku færðar í nýtt grafhýsi þar sem lík hans mun hvíla í marmarakistu. Þetta er í þriðja sinn sem Peron er jarðsettur frá því hann lést árið 1974.

Aðdáendur Perons vonast til þess að jarðneskar leifar hinnar vinsælu eiginkonu hans Evítu muni áður en lýkur einnig verða færðar í þetta grafýsi, en ættingjar hennar hafa verið andvígir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×