Roland gerði gæfumuninn 23. október 2006 13:30 „Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær. Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
„Munurinn lá bara í Roland Eradze,“ sagði Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR-inga, eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í gær. Roland Valur varði alls 29 skot fyrir Stjörnuna í leiknum og lagði það grunninn að 30-25 sigri Stjörnunnar á heimavelli sínum. Þetta eru fyrstu stig Stjörnunnar í deildinni en eftir að hafa leikið fjóra leiki er liðið með tvö stig á botni deildarinnar líkt og ÍR. Það var hart barist í Ásgarði í gær enda leikurinn mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Þegar staðan var jöfn 5-5 datt leikur ÍR-inga niður á talsvert löngum kafla og næstu sjö mörk komu frá heimamönnum. Í hálfleik var Stjarnan með fimm marka forskot 13-8 en í þeim síðari náðu ÍR-ingar að koma sér aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Á lokakaflanum var það síðan Roland sem gerði gæfumuninn og varði hvað eftir annað úr góðum færum ÍR-inga, þar af fjórum sinnum á vítalínunni. „Það er alveg ljóst að við þurfum að fara að gera eitthvað í okkar málum ef ekki á illa að fara. Við verðum að byrja leikina af krafti og vera á tánum allan leiktímann,“ sagði Björgvin en hann er aðeins nítján ára og var markahæstur í liði ÍR með níu mörk. Eins og áður í vetur voru hann og jafnaldri hans Davíð Georgsson í lykilhlutverki í sóknarleik ÍR en Davíð skoraði sex mörk í gær. Stjarnan sýndi að liðið er með góða breidd en Patrekur Jóhannesson var ekki með í gær vegna veikinda og þá var David Kekelia einnig fjarri góðu gamni. Sigur liðsins á HK í bikarnum hafði greinilega mikið að segja og leyndi sér ekki að leikmenn þess öðluðust sjálfstraust með því að ná sigri í Digranesinu. „Roland átti góðan leik en ég vil meina að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar. Vörnin náði sér vel á strik og þá fylgir markvarslan með,“ sagði Konráð Olavsson sem stýrði Stjörnunni í gær.
Íþróttir Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira