Óþolandi misskipting og konur 24. október 2006 00:01 Á laugardaginn var hlustaði ég á stórfróðlegt erindi Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um rannsóknir sem hann hefur gert á kaupmætti, skattgreiðslum og lífskjörum í landinu undanfarinn áratug. Niðurstaða rannsóknanna er einföld: kaupmáttur þeirra sem lökust hafa kjörin hefur aukist minnst og skattgreiðslur þeirra hafa aukist mest, lífskjör þeirra sem lægstar hafa tekjurnar hafa batnað minnst. Svona breyting á uppbyggingu þjóðfélagsins verður ekki af tilviljun, hún verður vegna þess að þeir sem sitja við stjórnvölinn hafa hægt og sígandi breytt kerfinu í þessa átt. Gjörðir þeirra nú á síðustu mánuðum kjörtímabilsins eru í sömu áttina. Hér ríkir því ójafnaðarstjórn sem hefur ýmislegt það í för með sér sem ég stórefast um að fólkið í landinu vilji, ef það áttaði sig alveg á því hvað er að gerast. Sjálf þóttist ég vita að ójöfnuður í landinu hefði aukist en að unnið hefði verið að því svona systematiskt - ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki áttað mig á því. Þegar tekjuskiptingin í landinu breytist eins og raun ber vitni, þá breytist margt með. Rannsóknir sýna breytinguna í tölum og prósentum, en hin raunverulega afleiðing misskiptingarinnar birtist í lífi fólks. Ójöfnuður af því tagi sem hér hefur orðið til á síðustu árum, mun leiða til þess að í landinu verði tvær þjóðir. Það verður tvenns konar menntakerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Það verður tvenns konar heilbrigðiskerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Það verður tvenns konar lífeyriskerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Þannig má áfram telja. Í síðustu viku var birt önnur rannsókn. Sú var um launamun kynjanna. Könnunin leiðir í ljós að óskýrður launamunur kynjanna er 15,7 prósent en var 16 prósent fyrir tólf árum síðan. Óskírður launamunur er hreinn og klár launamunur þ.e. konur fá 15,7 prósentum lægri laun fyrir sömu vinnu og karlar. Vegna þess að launamunurinn er óskýrður þá er ekki hægt að kenna því um að karlar séu í betri störfum, vinni meiri eftirvinnu eða þar fram eftir götunum. Staðreyndin er einfaldlega sú að ef karlar fá að jafnaði 200.000 kr. á mánuði fyrir að vinna einhverja vinnu þá fá konur að jafnaði 168.600 kr. á mánuði fyrir sömu vinnu - það er nú ekki flóknara en það. Það er ekki furða þó við konur verðum heldur þunglyndar við að fá þessi tíðindi æ ofan í æ. Nú er það svo að karlar stjórna langtum flestum fyrirtækjum í þessu landi og þeir stjórna einnig mestu hjá ríki og borg. Stundum hefur konu virst í samskiptum sínum við karla að þeir hlusti ekki almennilega á það sem hún segir fyrr en hún er orðin frekar óþolandi. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að við konur verðum algjörlega óþolandi vegna þess óréttlætis sem launaójafnréttið er. Ef það verður ekki gert skora ég á konur að verða óþolandi. Ég legg til að stjórnendur fyrirtækja og stofnana í landinu (sem flestir eru karlar) leggi fyrir stjórnunarfræðinga sína, hvort heldur þeir eru sérfræðingar í mannauðsstjórnun, gæðastjórnun, verkefnastjórnun eða breytingastjórnun, að varða veginn sem fyrirtækin og stofnanirnar ætla að fara til að launajafnrétti komist á í fyrirtækjum þeirra og stofnunum. Ef þetta verður ekki gert skora ég á konur að verða óþolandi. Það kæmi ekki á óvart að svör við slíkum kröfum væru að nú væri verðbólga í landinu og þess vegna væri ekki óhætt að fara í aðgerðir af þessu tagi. Á móti kemur að undanfarin tólf ár hafa verið nokkuð laus við verðbólgu og þá var ekki hægt að leiðrétta ójöfnuðinn. Allt hjal um efnahagsástand og verðbólgu eigum við konur því að láta sem vind um eyru þjóta og heimta áætlun um hvernig á að afnema launaójafnréttið eða verða óþolandi ella. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Á laugardaginn var hlustaði ég á stórfróðlegt erindi Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um rannsóknir sem hann hefur gert á kaupmætti, skattgreiðslum og lífskjörum í landinu undanfarinn áratug. Niðurstaða rannsóknanna er einföld: kaupmáttur þeirra sem lökust hafa kjörin hefur aukist minnst og skattgreiðslur þeirra hafa aukist mest, lífskjör þeirra sem lægstar hafa tekjurnar hafa batnað minnst. Svona breyting á uppbyggingu þjóðfélagsins verður ekki af tilviljun, hún verður vegna þess að þeir sem sitja við stjórnvölinn hafa hægt og sígandi breytt kerfinu í þessa átt. Gjörðir þeirra nú á síðustu mánuðum kjörtímabilsins eru í sömu áttina. Hér ríkir því ójafnaðarstjórn sem hefur ýmislegt það í för með sér sem ég stórefast um að fólkið í landinu vilji, ef það áttaði sig alveg á því hvað er að gerast. Sjálf þóttist ég vita að ójöfnuður í landinu hefði aukist en að unnið hefði verið að því svona systematiskt - ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki áttað mig á því. Þegar tekjuskiptingin í landinu breytist eins og raun ber vitni, þá breytist margt með. Rannsóknir sýna breytinguna í tölum og prósentum, en hin raunverulega afleiðing misskiptingarinnar birtist í lífi fólks. Ójöfnuður af því tagi sem hér hefur orðið til á síðustu árum, mun leiða til þess að í landinu verði tvær þjóðir. Það verður tvenns konar menntakerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Það verður tvenns konar heilbrigðiskerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Það verður tvenns konar lífeyriskerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Þannig má áfram telja. Í síðustu viku var birt önnur rannsókn. Sú var um launamun kynjanna. Könnunin leiðir í ljós að óskýrður launamunur kynjanna er 15,7 prósent en var 16 prósent fyrir tólf árum síðan. Óskírður launamunur er hreinn og klár launamunur þ.e. konur fá 15,7 prósentum lægri laun fyrir sömu vinnu og karlar. Vegna þess að launamunurinn er óskýrður þá er ekki hægt að kenna því um að karlar séu í betri störfum, vinni meiri eftirvinnu eða þar fram eftir götunum. Staðreyndin er einfaldlega sú að ef karlar fá að jafnaði 200.000 kr. á mánuði fyrir að vinna einhverja vinnu þá fá konur að jafnaði 168.600 kr. á mánuði fyrir sömu vinnu - það er nú ekki flóknara en það. Það er ekki furða þó við konur verðum heldur þunglyndar við að fá þessi tíðindi æ ofan í æ. Nú er það svo að karlar stjórna langtum flestum fyrirtækjum í þessu landi og þeir stjórna einnig mestu hjá ríki og borg. Stundum hefur konu virst í samskiptum sínum við karla að þeir hlusti ekki almennilega á það sem hún segir fyrr en hún er orðin frekar óþolandi. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að við konur verðum algjörlega óþolandi vegna þess óréttlætis sem launaójafnréttið er. Ef það verður ekki gert skora ég á konur að verða óþolandi. Ég legg til að stjórnendur fyrirtækja og stofnana í landinu (sem flestir eru karlar) leggi fyrir stjórnunarfræðinga sína, hvort heldur þeir eru sérfræðingar í mannauðsstjórnun, gæðastjórnun, verkefnastjórnun eða breytingastjórnun, að varða veginn sem fyrirtækin og stofnanirnar ætla að fara til að launajafnrétti komist á í fyrirtækjum þeirra og stofnunum. Ef þetta verður ekki gert skora ég á konur að verða óþolandi. Það kæmi ekki á óvart að svör við slíkum kröfum væru að nú væri verðbólga í landinu og þess vegna væri ekki óhætt að fara í aðgerðir af þessu tagi. Á móti kemur að undanfarin tólf ár hafa verið nokkuð laus við verðbólgu og þá var ekki hægt að leiðrétta ójöfnuðinn. Allt hjal um efnahagsástand og verðbólgu eigum við konur því að láta sem vind um eyru þjóta og heimta áætlun um hvernig á að afnema launaójafnréttið eða verða óþolandi ella. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun