Erlent

Pinochet í stofufangelsi

Augusto Pinochet
Fyrrverandi einræðisherra.
Augusto Pinochet Fyrrverandi einræðisherra. MYND/AP

Einræðisherrann fyrrverandi, Augusto Pinochet, var í gær hnepptur í stofufangelsi í heimalandi sínu Chile.

Hann er sakaður um morð, pyntingar og mannrán á valdatíma sínum, en hann náði völdum í Chile með valdaráni árið 1973 og stýrði landinu til ársins 1990.

Mannréttindasamtök telja að um þrjú þúsund manns hafi verið myrtir meðan á valdatíma Pinochets stóð og 28.000 manns hafi sætt pyntingum.

Pinochet er nú níræður að aldri og er við slæma heilsu. Aldur hans réði úrslitum um að hann fengi að dvelja í stofufangelsi fremur en í hefðbundnu fangelsi, kom fram fyrir dómi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×