Þrír þýskir hermenn játa 1. nóvember 2006 05:30 Sláandi myndir Þjóðverjar eru miður sín yfir myndum sem birst hafa í þýskum fjölmiðlum af þýskum hermönnum í Afganistan sem sýna mennskum líkamsleifum vanvirðingu. MYND/AP Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe. Erlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe.
Erlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira