Erlent

Aðalræðisskrifstofa í Þórshöfn

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær, eftir að um málið náðist samkomulag við danska og færeyska ráðamenn, að ríkisstjórn Íslands hefði ákveðið að opna aðalræðisskrifstofu í Færeyjum bráðlega.

Valgerður og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, fögnuðu þessu sameiginlega með móttöku í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í gær, en tilefni móttökunnar var einnig að í gær tók gildi Hoyvikur-samkomulagið svonefnda, sem gerir Ísland og Færeyjar að einu markaðssvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×