Erlent

Hverfandi í Bretlandi

Kynbundinn launamunur fer minnkandi í Bretlandi og meðal yngri kynslóða er hans lítt vart, kemur fram í frétt breska blaðsins Financial Times.

Helmingur kvenna á aldrinum 22 til 29 ára fær nú hærri laun en meðallaun karlkyns jafnaldra þeirra.

Eins hefur launamisréttið minnkað meðal eldri Breta, en þó eru karlar eldri en 29 ára þó enn töluvert launahærri en konur. Munurinn er sérstaklega mikill hjá konum sem taldar eru líklegastar til að eignast börn, sem og hjá konum yfir fimmtugt.

Kynbundið launamisrétti var bannað í Bretlandi fyrir þrjátíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×