Kerry baðst forláts 3. nóvember 2006 04:00 Bush er á ferð og flugi milli kosningafunda þessa dagana. Þarna er hann að leggja af stað frá Washington vestur á bóginn til Nevada, Montana og Missouri. MYND/AP Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“ Erlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Vandræðaleg uppákoma hjá Demókrataflokknum setti svip sinn á kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í vikunni, en kosningar verða á þriðjudaginn í næstu viku. John F. Kerry, sem bauð sig fram á móti Bush í forsetakosningunum fyrir tveimur árum, baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um bandaríska hermenn, sem repúblikönum og sumum demókrötum þóttu vera niðrandi. Kerry sagði ummælin reyndar hafa verið „mistúlkuð“ og vonaðist til þess að þau drægju ekki athyglina frá öðru sem máli skiptir í aðdraganda kosninganna. Þau hafi einungis verið misheppnaður brandari. Hins vegar sagðist hann innilega iðrast ummælanna og bað alla bandaríska hermenn, fjölskyldur þeirra og þjóðina alla afsökunar. Ummælin umdeildu féllu á fundi með háskólanemum í Kaliforníu á mánudaginn. Hann hvatti stúdentana til þess að sinna náminu vel, að öðrum kosti gætu þeir á endanum orðið „fastir í Írak“, og þótti með þessu gefa í skyn að þeir sem legðu fyrir sig hermennsku væru verri námsmenn. Stríðið í Írak hefur verið mest áberandi kosningamálið undanfarnar vikur og virðist ætla að kosta Repúblikanaflokkinn töluvert fylgi. Skoðanakannanir hafa undanfarið bent til þess að Repúblikanaflokkurinn muni missa meirihluta sinn, annaðhvort í báðum þingdeildum eða annarri þeirra. Fari svo, þá verður George W. Bush forseti illa staddur síðustu tvö árin í þessu valdamikla embætti, þar sem hann þyrfti jafnan á stuðningi andstæðinga sinna að halda til þess að koma málum í gegnum þingið. Bush sagðist hins vegar í gær vera sannfærður um að Repúblikanaflokkurinn héldi meirihluta sínum í báðum þingdeildum. Hann hélt síðan frá Washington vestur á bóginn þar sem hann ætlaði að koma fram á kosningafundum, en bæði Bush forseti og Laura eiginkona hans hafa mætt á fjölmarga kosningafundi vítt og breitt um landið síðustu dagana. „Ég trúi því ekki að þetta sé búið fyrr en allir eru búnir að kjósa,“ sagði Bush og virtist vongóður. „Og ég trúi því að fólk hafi áhyggjur af því hvað það borgar mikið í skatta, og ég veit að margir hafa áhyggjur af því hvort landið sé varið gegn árásum eða ekki.“
Erlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna