Erlent

Hækkaði um þrjár gráður

Meðalhitinn í Norðursjó var þremur gráðum hærri í október en í meðalári.

"Við höfum miklar áhyggjur af þessu," hefur fréttavefur Politiken eftir Tore Johannessen hjá Hafrannsóknastofnun Danmerkur.

Breytt hitastig hafsins getur haft mikil áhrif á æxlunarmöguleika fiskistofna, auk fleiri tegunda.

"Hækkað hitastig mun virka hvetjandi á nokkrar lífverur í hafinu, meðal annars verða breytingar í þörungaflórunni " og það er eitthvað sem við óttumst meira en nokkuð annað," sagði Johannessen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×