Erlent

Panama fær sæti í ráðinu

Samkomulag í höfn Utanríkisráðherra Gvatemala og Venesúela takast í hendur.
Samkomulag í höfn Utanríkisráðherra Gvatemala og Venesúela takast í hendur. MYND/AP

Ráðamenn í Venesúela og Gvatemala hafa fallist á að Panama fái sæti Suður-Ameríku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bæði Gvatemala og Venesúela sóttust eftir þessu sæti, en hvorugt ríkið hefur náð tilskildum meirihluta í atkvæðagreiðslum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Bandaríkin höfðu stutt Gvatemala vegna þess að ráðamenn í Venesúela þykja afar vinstrisinnaðir og frægt er þegar Hugo Chavez, forseti Venesúela, sagði George W. Bush vera djöfulinn sjálfan í ræðu á allsherjarþinginu í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×