Bush lætur ekkert uppi um Íraksmálið 15. nóvember 2006 06:45 Lausnararnir Nokkrir af fulltrúum Íraksnefndarinnar koma af fundi með Bush í Hvíta húsinu á mánudaginn. Þeir eru frá vinstri: Leon Panetta, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, William J. Perry, fyrrverandi varnarmálaráðherra, Edwin Meese, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Charles Rob, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, Philip Zelikov framkvæmdastjóri og Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari. fréttablaðið/AP MYND/AP Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi. Erlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Einhverjar vonir eru bundnar við það að Íraksnefndin, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti átti fund með á mánudaginn, skili af sér niðurstöðum sem gætu auðveldað Bush forseta og þingmeirihluta demókrata að ná sáttum um breytta stefnu gagnvart Írak. Nefndin ræddi einnig í gær við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem nú vill koma í framkvæmd „heildrænni stefnu“ gagnvart Mið-Austurlöndum þar sem athyglinni er ekki eingöngu beint að Írak. Íraksnefndin hefur frá því síðastliðið vor unnið að því að safna saman upplýsingum um Íraksstríðið, kanna hvað hefur farið úrskeiðis og leita lausna á vandræðunum. Ljóst er þó að nefndin mun ekki birta niðurstöður sínar fyrr en í fyrsta lagi seint í þessum mánuði, og hugsanlega aldrei. Bush forseti hafnaði á mánudaginn hugmyndum demókrata um að byrjað verði að kalla bandaríska herinn heim frá Írak innan hálfs árs. Bush hafði í sumar hafnað sambærilegum tillögum frá demókrötum. Alveg fram að þingkosningunum í síðustu viku talaði Bush um mikilvægi þess að Bandaríkjamenn þrauki þar til sigur vinnst í Írak, en demókratar hafa lagt áherslu á að bandaríski herinn sé kominn í þvílíkar ógöngur í Írak að það verði að kalla hann heim sem fyrst. Tveir menn veita nefndinni forystu, þeir James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er repúblikani, og Lee Hamilton, fyrrverandi þingmaður, sem er demókrati. Íraksnefndin er skipuð jafnt demókrötum sem repúblikönum, og Robert Gates, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti sæti í nefndinni allt þar til í síðustu viku. Auk demókrata hafa einnig sumir repúblikanar á þinginu þrýst verulega á forsetann um að breyta um stefnu í Írak. Bush forseti sagði hins vegar ekki margt þegar hann kom af fundi sínum með Íraksnefndinni á mánudaginn. Hann sagðist hafa átt „góðar viðræður“ með nefndinni og að hann hlakki til að sjá „áhugaverðar hugmyndir“. James A. Baker, annar tveggja formanna nefndarinnar, hefur talað opinskátt um að hann telji að Bandaríkin verði að fá bæði Írana og Sýrlendinga til liðs við sig til þess að draga úr átökum innan Íraks. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók í sama streng í ræðu sinni um utanríkismál á mánudaginn. Bush hefur hins vegar ekkert gefið út á þessar hugmyndir, og ekkert viljað gefa til kynna um hugsanlega stefnubreytingu í Írak, að öðru leyti en því að hann fékk Gates til þess að verða næsti utanríkisráðherra í staðinn fyrir Donald Rumsfeld. Bush hefur hins vegar jafnan lagt áherslu á að Bandaríkjamenn verði að undirbúa Íraka til þess að taka sjálfir við öryggismálum í eigin landi.
Erlent Mest lesið Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira