Ævisaga skapandi hugsuðar 16. nóvember 2006 17:15 Frá sál til sálar, ævisaga Guðmundar Finnbogasonar - Jörgen Pind Ritdómurinn sem Guðmundur Finnbogason sálfræðingur skrifaði um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness árið 1927 var stuttur: "Vélstrokkað tilberasmjör". Tilberar eru þjóðsagnaverur sem sjúga mjólk úr kúm annarra og færa húsbændum sínum með því að æla henni út úr sér. Spýjuna gátu húsbændurnir brúkað í illa fengið smjör. Guðmundur átti líklega við að bók Laxness væri bókmenntalegt tilberasmjör: sundurlaust samkrull hugmynda héðan og þaðan. Orðin voru kannski full harkalegur, en það var sannleikskorn í þeim: Í Vefaranum má sjá bernskubrek efnilegs höfundar sem síðar skrifaði margar góðar og fallegar bækur.Yfirlæti gegn yfirlætiGuðmundur FinnbogasonÍ nýrri ævisögu um Guðmund, Frá sál til sálar, varpar Jørgen Pind, prófessor í sálfræði við HÍ, meðal annars ljósi á af hverju Guðmundur hafði þessa skoðun á bók Halldórs. Útskýring Pinds byggir á helstu hugmynd Guðmundur sem sálfræðings: kenningunni um samúðarskilninginn. Guðmundur setti kenninguna fram í doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla árið 1911, sem jafnframt var fyrsta íslenska doktorsritgerðin í sálfræði.Samkvæmt Pind er samúðarskilningurinn að skilja sálarástand annarra með því að líkja eftir hegðun þeirra sjálfrátt eða ósjálfrátt því þannig setjum við okkur í spor þeirra.Pind bendir á að Guðmundur hafi ekki skilið orðið samúð þannig að menn ættu bara að sýna þeim samúð sem eiga erfitt, heldur einnig að svara yfirlæti með yfirlæti. Guðmundur kallaði það að ¿keikjast með keikum¿. Pind spyr hvort ritdómur Guðmundar um bók Laxness hafi ekki verið slíkt svar; að Guðmundur hafi séð í gegnum yfirlæti Laxness og svarað í sömu mynt.Fátækur drengur sem komst til menntaÍ bókinni er gerð grein fyrir æsku- og námsárum Guðmundar á skemmtilegan hátt. Slík umfjöllun hefur ekki áður birst á prenti. Guðmundur fæddist árið 1873, var kominn af fátæku fólki og hneigðist snemma að bókum, þótt hann fengi ekki skólafræðslu fyrr en hann var þrettán ára. Þegar Guðmundur var á sautjánda ári kenndi Einar Jónsson, prestur í Kirkjubæ, honum fyrir inntökupróf í Lærða skólann og styrkti hann til náms. Á skólaárum sínum var Guðmundur með ¿fjölfróðustu piltum og víðlesnustu¿, hafði gaman af kappræðum og hélt oft fram fjarstæðum skoðunum.Hann viðhafði gjarnan falleg orð um konur: "þessar himnesku verur, sem eru vermandi og lífgandi fyrir allar tilfinningar vorar ..." og fátt fannst honum betra en að svífa um á skautum "í meyjarfaðmi." Þrátt fyrir tal sitt um konur giftist hann ekki fyrr en hann var 41 árs.Konan hans hét Laufey Vilhjálmsdóttir. Hún hafði strengt þess heit að eiga öngvan annan mann en hann og sendi hún honum bréf þar sem hún stakk upp á að þau kynntust.Slíkar frásagnir gefa bókinni persónulegan og innilegan blæ, og fær lesandi þá mynd af Guðmundi að hann hafi bæði verið glaðvær og alvarlegur, hafi lært og unnið, en einnig kunað að leika sér.Óvild og keppnin við ÁgústGuðmundur hafði áhuga á menntamálum og fékk styrk frá Alþingi til að kynna sér þau erlendis og á Íslandi. Guðmundur byggði frumvarp um barnafræðslu sem varð að lögum árið 1907 á þessum rannsóknum. Með lögunum því var í fyrsta sinn komið á vísi að almennri skólaskyldu á Íslandi.Þrátt fyrir starf sitt fékk Guðmundur ekki embætti fræðslumálastjóra árið 1905 því hann "talaði af sér" embættinu með því að gagnrýna Hannes Hafstein ráðherra í "Símamálinu" svokallaða: deilu um lagningu sæstrengs til Íslands. Pind segir að Guðmundur hafi líklega verið fyrstur íslenskra embættismanna til að fá að kenna á afleiðingum þess að vera uppsigað við ráðherra.Sem ungur maður átti Guðmundur í keppni við Ágúst H. Bjarnason heimspeking. Samkeppnin hófst þegar þeir voru í námi í Kaupmannahöfn og börðust um námsstyrk sem kenndur var við Hannes Árnason kennara. Ágúst fékk styrkinn því einn af kennurum þeirra, Harald Høffding, mælti með honum vegna þess að hann væri gætnari en Guðmundur, sem væri gjarn á að "halda fram fjarstæðum."Nokkrum árum síðar var Ágúst settur prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands en ekki Guðmundur. Þetta mótlæti kom illa við Guðmund og var stirt á milli þeirra um tíma. Síðar talaði Ágúst máli Guðmundar svo hann yrði ráðinn prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1918.Sálfræðingurinn GuðmundurBókin er aðallega fræðileg ævisaga, í henni er ekki gerð heildstæð grein fyrir lífi Guðmundar Finnbogasonar. Í bókina vantar umfjöllun um atriði sem Guðmundur er þekktur, og jafnvel umdeildur, fyrir, til dæmis hugmyndir hans um mannkynbætur. Ævisagan er byggð upp í kringum sálfræðinginn Guðmund; sögunni lýkur eiginlega þegar Guðmundur hættir að stunda sálfræði árið 1924 eftir að embætti hans við Háskóla Íslands var lagt niður. Höfundurinn gerir grein fyrir síðustu tuttugu árunum af ævi Guðmundar á þrettán blaðsíðum. Frá þeim tíma gegndi hann stöðu landsbókavarðar til ársins 1943 ári áður en hann lést.Í bókinni gerir Pind stuttlega grein fyrir kenningum margra af helstu forvígismönnum sálfræðinnar í Evrópu og í Bandaríkjunum og bendir á tengsl þeirra við hugmyndir Guðmundar. Umfjöllunin er örugglega þörf fyrir áhugamenn um sögu sálfræðinnar, og upphaf hennar hér á Ísland. Guðmundur var í sambandi við marga þekkta sálfræðinga og fræðimenn á þessum tíma, meðal annars William James í Bandaríkjunum, Alfred Lehmann og Harald Høffding í Danmörku og Henri Bergson í Frakklandi. Þegar Pind kynnir þessa erlendu hugsuði til sögunnar gefur hann yfirlit um helstu hugmyndir þeirra. Helsti ljóðurinn á bókinni er að þessi umfjöllun þjónar of stóru hlutverki í frásögninni. Fyrir vikið verður bókin stundum eins og yfirlitsrit um sögu sálfræðinnar.Góð og vönduð ævisagaÞessi bók er tímabær því Guðmundur Finnbogason var frumkvöðull á mörgum sviðum andlegs lífs á Íslandi. Hann var einn helsti brautryðjandi sálfræðinnar á Íslandi, og einn helsti merkisberi heimspekinnar hér á landi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hann var auk þess frumkvöðull á sviði menntamála, hagnýtra vinnuvísinda og nýyrðasmíða.Það er gaman að lesa þessa bók því um er að ræða sögu sem ekki hefur verið sögð áður: söguna af ævi Guðmundar Finnbogasonar. Og þó að þessi saga sé aðeins sögð til hálfs þá er um að ræða góða, skemmtilega og vandaða ævisögu. Höfundurinn tekur fram að það bíði annars manns að skrifa heildstæða ævisögu um Guðmund. En það verður ekki annað sagt en að Pind hafi tæmt það viðfangsefni sem hann tekur fyrir: að skrifa um sálfræðinginn Guðmund Finnbogason. Bókin er skrifuð á afar skýru og skiljanlegu máli og er með öllu laus við tilgerð eða upphafið málfar; þess vegna er hún afar læsileg. Pind hefur unnið verk sitt vel og á hrós skilið fyrir að bregða upp mynd af lífshlaupi þessa merkilega og skapandi manns.Ingi F. Vilhjálmsson Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ritdómurinn sem Guðmundur Finnbogason sálfræðingur skrifaði um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness árið 1927 var stuttur: "Vélstrokkað tilberasmjör". Tilberar eru þjóðsagnaverur sem sjúga mjólk úr kúm annarra og færa húsbændum sínum með því að æla henni út úr sér. Spýjuna gátu húsbændurnir brúkað í illa fengið smjör. Guðmundur átti líklega við að bók Laxness væri bókmenntalegt tilberasmjör: sundurlaust samkrull hugmynda héðan og þaðan. Orðin voru kannski full harkalegur, en það var sannleikskorn í þeim: Í Vefaranum má sjá bernskubrek efnilegs höfundar sem síðar skrifaði margar góðar og fallegar bækur.Yfirlæti gegn yfirlætiGuðmundur FinnbogasonÍ nýrri ævisögu um Guðmund, Frá sál til sálar, varpar Jørgen Pind, prófessor í sálfræði við HÍ, meðal annars ljósi á af hverju Guðmundur hafði þessa skoðun á bók Halldórs. Útskýring Pinds byggir á helstu hugmynd Guðmundur sem sálfræðings: kenningunni um samúðarskilninginn. Guðmundur setti kenninguna fram í doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla árið 1911, sem jafnframt var fyrsta íslenska doktorsritgerðin í sálfræði.Samkvæmt Pind er samúðarskilningurinn að skilja sálarástand annarra með því að líkja eftir hegðun þeirra sjálfrátt eða ósjálfrátt því þannig setjum við okkur í spor þeirra.Pind bendir á að Guðmundur hafi ekki skilið orðið samúð þannig að menn ættu bara að sýna þeim samúð sem eiga erfitt, heldur einnig að svara yfirlæti með yfirlæti. Guðmundur kallaði það að ¿keikjast með keikum¿. Pind spyr hvort ritdómur Guðmundar um bók Laxness hafi ekki verið slíkt svar; að Guðmundur hafi séð í gegnum yfirlæti Laxness og svarað í sömu mynt.Fátækur drengur sem komst til menntaÍ bókinni er gerð grein fyrir æsku- og námsárum Guðmundar á skemmtilegan hátt. Slík umfjöllun hefur ekki áður birst á prenti. Guðmundur fæddist árið 1873, var kominn af fátæku fólki og hneigðist snemma að bókum, þótt hann fengi ekki skólafræðslu fyrr en hann var þrettán ára. Þegar Guðmundur var á sautjánda ári kenndi Einar Jónsson, prestur í Kirkjubæ, honum fyrir inntökupróf í Lærða skólann og styrkti hann til náms. Á skólaárum sínum var Guðmundur með ¿fjölfróðustu piltum og víðlesnustu¿, hafði gaman af kappræðum og hélt oft fram fjarstæðum skoðunum.Hann viðhafði gjarnan falleg orð um konur: "þessar himnesku verur, sem eru vermandi og lífgandi fyrir allar tilfinningar vorar ..." og fátt fannst honum betra en að svífa um á skautum "í meyjarfaðmi." Þrátt fyrir tal sitt um konur giftist hann ekki fyrr en hann var 41 árs.Konan hans hét Laufey Vilhjálmsdóttir. Hún hafði strengt þess heit að eiga öngvan annan mann en hann og sendi hún honum bréf þar sem hún stakk upp á að þau kynntust.Slíkar frásagnir gefa bókinni persónulegan og innilegan blæ, og fær lesandi þá mynd af Guðmundi að hann hafi bæði verið glaðvær og alvarlegur, hafi lært og unnið, en einnig kunað að leika sér.Óvild og keppnin við ÁgústGuðmundur hafði áhuga á menntamálum og fékk styrk frá Alþingi til að kynna sér þau erlendis og á Íslandi. Guðmundur byggði frumvarp um barnafræðslu sem varð að lögum árið 1907 á þessum rannsóknum. Með lögunum því var í fyrsta sinn komið á vísi að almennri skólaskyldu á Íslandi.Þrátt fyrir starf sitt fékk Guðmundur ekki embætti fræðslumálastjóra árið 1905 því hann "talaði af sér" embættinu með því að gagnrýna Hannes Hafstein ráðherra í "Símamálinu" svokallaða: deilu um lagningu sæstrengs til Íslands. Pind segir að Guðmundur hafi líklega verið fyrstur íslenskra embættismanna til að fá að kenna á afleiðingum þess að vera uppsigað við ráðherra.Sem ungur maður átti Guðmundur í keppni við Ágúst H. Bjarnason heimspeking. Samkeppnin hófst þegar þeir voru í námi í Kaupmannahöfn og börðust um námsstyrk sem kenndur var við Hannes Árnason kennara. Ágúst fékk styrkinn því einn af kennurum þeirra, Harald Høffding, mælti með honum vegna þess að hann væri gætnari en Guðmundur, sem væri gjarn á að "halda fram fjarstæðum."Nokkrum árum síðar var Ágúst settur prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands en ekki Guðmundur. Þetta mótlæti kom illa við Guðmund og var stirt á milli þeirra um tíma. Síðar talaði Ágúst máli Guðmundar svo hann yrði ráðinn prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1918.Sálfræðingurinn GuðmundurBókin er aðallega fræðileg ævisaga, í henni er ekki gerð heildstæð grein fyrir lífi Guðmundar Finnbogasonar. Í bókina vantar umfjöllun um atriði sem Guðmundur er þekktur, og jafnvel umdeildur, fyrir, til dæmis hugmyndir hans um mannkynbætur. Ævisagan er byggð upp í kringum sálfræðinginn Guðmund; sögunni lýkur eiginlega þegar Guðmundur hættir að stunda sálfræði árið 1924 eftir að embætti hans við Háskóla Íslands var lagt niður. Höfundurinn gerir grein fyrir síðustu tuttugu árunum af ævi Guðmundar á þrettán blaðsíðum. Frá þeim tíma gegndi hann stöðu landsbókavarðar til ársins 1943 ári áður en hann lést.Í bókinni gerir Pind stuttlega grein fyrir kenningum margra af helstu forvígismönnum sálfræðinnar í Evrópu og í Bandaríkjunum og bendir á tengsl þeirra við hugmyndir Guðmundar. Umfjöllunin er örugglega þörf fyrir áhugamenn um sögu sálfræðinnar, og upphaf hennar hér á Ísland. Guðmundur var í sambandi við marga þekkta sálfræðinga og fræðimenn á þessum tíma, meðal annars William James í Bandaríkjunum, Alfred Lehmann og Harald Høffding í Danmörku og Henri Bergson í Frakklandi. Þegar Pind kynnir þessa erlendu hugsuði til sögunnar gefur hann yfirlit um helstu hugmyndir þeirra. Helsti ljóðurinn á bókinni er að þessi umfjöllun þjónar of stóru hlutverki í frásögninni. Fyrir vikið verður bókin stundum eins og yfirlitsrit um sögu sálfræðinnar.Góð og vönduð ævisagaÞessi bók er tímabær því Guðmundur Finnbogason var frumkvöðull á mörgum sviðum andlegs lífs á Íslandi. Hann var einn helsti brautryðjandi sálfræðinnar á Íslandi, og einn helsti merkisberi heimspekinnar hér á landi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Hann var auk þess frumkvöðull á sviði menntamála, hagnýtra vinnuvísinda og nýyrðasmíða.Það er gaman að lesa þessa bók því um er að ræða sögu sem ekki hefur verið sögð áður: söguna af ævi Guðmundar Finnbogasonar. Og þó að þessi saga sé aðeins sögð til hálfs þá er um að ræða góða, skemmtilega og vandaða ævisögu. Höfundurinn tekur fram að það bíði annars manns að skrifa heildstæða ævisögu um Guðmund. En það verður ekki annað sagt en að Pind hafi tæmt það viðfangsefni sem hann tekur fyrir: að skrifa um sálfræðinginn Guðmund Finnbogason. Bókin er skrifuð á afar skýru og skiljanlegu máli og er með öllu laus við tilgerð eða upphafið málfar; þess vegna er hún afar læsileg. Pind hefur unnið verk sitt vel og á hrós skilið fyrir að bregða upp mynd af lífshlaupi þessa merkilega og skapandi manns.Ingi F. Vilhjálmsson
Menning Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira