Biður Íslendinga að íhuga stöðu Ísraela 16. nóvember 2006 06:00 Miryam Shomrat Sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Ósló. fréttablaðið/Vilhelm MYND/Vilhelm Ísrael Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, segir íslenska stjórnmálamenn sem hún ræddi við í gær og fyrradag einblína um of á „atvikið í Beit Hanoun“ í síðustu viku, þar sem nítján óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í árás Ísraelshers á Gaza. Árásinni var annars beint gegn skæruliðum Palestínumanna sem stunda það að varpa sprengjum yfir landamærin. Það leyndi sér annars ekki í gær að Ísraelsher hefði orðið lítið ágengt í að stöðva slíkar árásir frá Gaza, er að minnsta kosti sjö sprengiflaugum var varpað yfir landamærin. Ein sprengjan lenti í miðbæ Sderot, rétt hjá heimili ísraelska varnarmálaráðherrans, og banaði einni konu og særði ungan karlmann alvarlega. Að sögn AP-fréttastofunnar var þetta fyrsta dauðsfallið sem slíkar sprengiflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza hafa valdið í Ísrael frá því í septem-ber í fyrra. Sendiherrann segir að ísraelsk stjórnvöld harmi mjög það sem gerðist í Beit Hanoun og ítrekar að „að sjálfsögðu beinir Ísraelsher vopnum sínum ekki vísvitandi að óbreyttum borgurum“, öfugt við palestínsku skæruliðana sem beini árásum sínum nær eingöngu að ísraelskum borgurum. Shomrat segir erindi sitt til Íslands nú aðallega hafa verið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og biðja Íslendinga, sem vinveitta lýðræðisþjóð, að íhuga þá aðstöðu sem Ísrael væri í og hvernig ísraelskum stjórnvöldum bæri skylda til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að reyna að tryggja öryggi íbúa landsins. Sendiherrann skorar enn fremur á Íslendinga og aðrar þjóðir alþjóðasamfélagsins til að láta ekki af þrýstingnum á palestínsk stjórnvöld fyrr en þar er til valda komin stjórn sem uppfyllir þessi þrjú meginskilyrði: viðurkenni Ísraelsríki, viðurkenni þá samninga sem áður hafa verið gerðir milli Ísraels og Palestínumanna, þar á meðal Óslóarsamkomulagið svonefnda, og loks í þriðja lagi sverji af sér beitingu ofbeldis til að ná fram markmiðum sínum. Shomrat biður jafnframt allar þjóðir heims, sem styðja tilverurétt Ísraels, að taka höndum saman um að hindra að Írönum takist að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Erlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Ísrael Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, segir íslenska stjórnmálamenn sem hún ræddi við í gær og fyrradag einblína um of á „atvikið í Beit Hanoun“ í síðustu viku, þar sem nítján óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í árás Ísraelshers á Gaza. Árásinni var annars beint gegn skæruliðum Palestínumanna sem stunda það að varpa sprengjum yfir landamærin. Það leyndi sér annars ekki í gær að Ísraelsher hefði orðið lítið ágengt í að stöðva slíkar árásir frá Gaza, er að minnsta kosti sjö sprengiflaugum var varpað yfir landamærin. Ein sprengjan lenti í miðbæ Sderot, rétt hjá heimili ísraelska varnarmálaráðherrans, og banaði einni konu og særði ungan karlmann alvarlega. Að sögn AP-fréttastofunnar var þetta fyrsta dauðsfallið sem slíkar sprengiflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza hafa valdið í Ísrael frá því í septem-ber í fyrra. Sendiherrann segir að ísraelsk stjórnvöld harmi mjög það sem gerðist í Beit Hanoun og ítrekar að „að sjálfsögðu beinir Ísraelsher vopnum sínum ekki vísvitandi að óbreyttum borgurum“, öfugt við palestínsku skæruliðana sem beini árásum sínum nær eingöngu að ísraelskum borgurum. Shomrat segir erindi sitt til Íslands nú aðallega hafa verið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og biðja Íslendinga, sem vinveitta lýðræðisþjóð, að íhuga þá aðstöðu sem Ísrael væri í og hvernig ísraelskum stjórnvöldum bæri skylda til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að reyna að tryggja öryggi íbúa landsins. Sendiherrann skorar enn fremur á Íslendinga og aðrar þjóðir alþjóðasamfélagsins til að láta ekki af þrýstingnum á palestínsk stjórnvöld fyrr en þar er til valda komin stjórn sem uppfyllir þessi þrjú meginskilyrði: viðurkenni Ísraelsríki, viðurkenni þá samninga sem áður hafa verið gerðir milli Ísraels og Palestínumanna, þar á meðal Óslóarsamkomulagið svonefnda, og loks í þriðja lagi sverji af sér beitingu ofbeldis til að ná fram markmiðum sínum. Shomrat biður jafnframt allar þjóðir heims, sem styðja tilverurétt Ísraels, að taka höndum saman um að hindra að Írönum takist að koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Erlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira