Fortíðin er núna 29. nóvember 2006 16:00 Stjörnur: 3 Svavar Pétur og 20. öldin er fyrsta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem áður hefur sent frá sér ljóðabækur og fengist við þýðingar og kvikmyndagerð. Titilpersóna sögunnar er bankastarfsmaðurinn Svavar, litlítil luðra sem fær það óvenjulega verkefni að flytja lík Johns Lennons til Íslands, nánar tiltekið til Kópavogs sem er ólíkleg staðfræðileg miðja sögunnar. Þar á að reisa einhvers konar minningarreit eða lifandi safn um 20. öldina þar sem Lennon heilsar gestum í innsiglingunni líkt og Frelsisstyttan í Bandaríkjunum og þeir fá síðan að njóta næðis í „friðsemdarfaðmi" síðustu aldar. Sagan greinir síðan frá raunum Svavars Péturs og basli við þetta verkefni en þó kemur á daginn að hann þarf ósköp lítið að gera þar sem atburðastýran Ástríður tekur af honum öll völd. Nýfengið hlutskipti hans er því fyrst og síðast að rifja upp fortíð sína og reyna að ná tökum á nútímanum. Sögusviðið er um margt áhugavert og vekur upp forvitnileg hugrenningatengsl þar sem andrúmsloftið minnir á köflum á vísindaskáldskap en stundum hrottalega mikið á eitthvað sem gæti alveg eins gerst eða hefur gert það nú þegar. Meginstef bókarinnar eru kunnugleg ímyndarvæðingu tíðarandans, endursköpun fortíðarinnar, tengslaleysi og yfirdrifin framkvæmdagleði sem peðið, Svavar Pétur, týnist í. Honum er úthlutað yfir-pródúseruðu hlutverki í gangverki markaðarins sem hann leysir af hendi með sama sóma og hefur einkennt allt hans líf sem hefur einfaldega „liðið" þar sem Svavar Pétur er mjög seinþreyttur til vandræða. Textinn rennur vel en er á köflum flaumósa og lýjandi aflestrar þar sem söguhöfundinum liggur mikið á hjarta, hann flakkar stöðugt um í tíma og milli misígrundaðra hugmynda. Svavar Pétur sjálfur er undarlega óspennandi en heillandi persóna en hann er í raun erkitýpan af íslenskri karlhetju. Ímyndasköpun nútímans bendir til þess að frumgerð íslensku karlhetjunnar ætti að vera einhvers konar bankamaður, framtakssamt og aðsópsmikið ofurmenni á viðskiptasviðinu en ekki aumur miðaldra skrifstofuþræll sem eins og sjálfsprottinn úr íslensku malbiki. Í samhengi við íslenska bókmennta- og kvikmyndasögu er þó hinn linkulegi Svavar Pétur nærri lagi sem hinn ósvikni Íslendingur. Svavar er sögumaður verksins en það gætir misræmis í litlausri persónu Svavars og fyrirferðarmiklum spekingslegum þankagangi auk þess sem talandi hans rennur saman við aðrar persónur. Aðrar persónur sögunnar virka eins og hológröm í samanburði, ekki síst atburðastýran Ástríður og vísindamaðurinn Magnús sem ber víst ábyrgð á herlegheitunum og nútímanum í sögunni. Bókina mætti raunar lesa sem uppgjör við 20. öldina, við stórar hugmyndir hennar um friðinn, einkalífið og ástina sem Svavar Pétur er sífellt að hnjóta um. Þetta er hins vegar máttlaust uppgjör og kannski meira uppgjöf ef póllinn er tekinn í hæð Svavars sem rennur á endanum saman við atburðaævintýrið. Bókin sjálf er síðan skrifuð sem nokkuð fyrirsjáanlegur hluti af þeim samruna. Kristrún Heiða Hauksdóttir Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Svavar Pétur og 20. öldin er fyrsta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem áður hefur sent frá sér ljóðabækur og fengist við þýðingar og kvikmyndagerð. Titilpersóna sögunnar er bankastarfsmaðurinn Svavar, litlítil luðra sem fær það óvenjulega verkefni að flytja lík Johns Lennons til Íslands, nánar tiltekið til Kópavogs sem er ólíkleg staðfræðileg miðja sögunnar. Þar á að reisa einhvers konar minningarreit eða lifandi safn um 20. öldina þar sem Lennon heilsar gestum í innsiglingunni líkt og Frelsisstyttan í Bandaríkjunum og þeir fá síðan að njóta næðis í „friðsemdarfaðmi" síðustu aldar. Sagan greinir síðan frá raunum Svavars Péturs og basli við þetta verkefni en þó kemur á daginn að hann þarf ósköp lítið að gera þar sem atburðastýran Ástríður tekur af honum öll völd. Nýfengið hlutskipti hans er því fyrst og síðast að rifja upp fortíð sína og reyna að ná tökum á nútímanum. Sögusviðið er um margt áhugavert og vekur upp forvitnileg hugrenningatengsl þar sem andrúmsloftið minnir á köflum á vísindaskáldskap en stundum hrottalega mikið á eitthvað sem gæti alveg eins gerst eða hefur gert það nú þegar. Meginstef bókarinnar eru kunnugleg ímyndarvæðingu tíðarandans, endursköpun fortíðarinnar, tengslaleysi og yfirdrifin framkvæmdagleði sem peðið, Svavar Pétur, týnist í. Honum er úthlutað yfir-pródúseruðu hlutverki í gangverki markaðarins sem hann leysir af hendi með sama sóma og hefur einkennt allt hans líf sem hefur einfaldega „liðið" þar sem Svavar Pétur er mjög seinþreyttur til vandræða. Textinn rennur vel en er á köflum flaumósa og lýjandi aflestrar þar sem söguhöfundinum liggur mikið á hjarta, hann flakkar stöðugt um í tíma og milli misígrundaðra hugmynda. Svavar Pétur sjálfur er undarlega óspennandi en heillandi persóna en hann er í raun erkitýpan af íslenskri karlhetju. Ímyndasköpun nútímans bendir til þess að frumgerð íslensku karlhetjunnar ætti að vera einhvers konar bankamaður, framtakssamt og aðsópsmikið ofurmenni á viðskiptasviðinu en ekki aumur miðaldra skrifstofuþræll sem eins og sjálfsprottinn úr íslensku malbiki. Í samhengi við íslenska bókmennta- og kvikmyndasögu er þó hinn linkulegi Svavar Pétur nærri lagi sem hinn ósvikni Íslendingur. Svavar er sögumaður verksins en það gætir misræmis í litlausri persónu Svavars og fyrirferðarmiklum spekingslegum þankagangi auk þess sem talandi hans rennur saman við aðrar persónur. Aðrar persónur sögunnar virka eins og hológröm í samanburði, ekki síst atburðastýran Ástríður og vísindamaðurinn Magnús sem ber víst ábyrgð á herlegheitunum og nútímanum í sögunni. Bókina mætti raunar lesa sem uppgjör við 20. öldina, við stórar hugmyndir hennar um friðinn, einkalífið og ástina sem Svavar Pétur er sífellt að hnjóta um. Þetta er hins vegar máttlaust uppgjör og kannski meira uppgjöf ef póllinn er tekinn í hæð Svavars sem rennur á endanum saman við atburðaævintýrið. Bókin sjálf er síðan skrifuð sem nokkuð fyrirsjáanlegur hluti af þeim samruna. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira