Að skynja erindið 10. desember 2006 00:01 Einn af kostunum við það að alast upp á Siglufirði var sá að á veturna var nægur snjór. Göturnar urðu til dæmis að fyrirtaks sparkvöllum sem við strákarnir notuðum til linnulausrar fótboltaiðkunnar. Við vorum svo sem ekki neinir snillingar í þessari íþrótt en það vantaði hvorki áhuga né keppnisskapið. Sérstaklega er mér minnisstæður frá þessum árum einn kunningi minn sem lét sig aldrei vanta í boltaatið. Honum voru mislagðir fætur, hann þvældi sjálfan sig fram og aftur um allan völl, allt í miklum æsingi og flumbrugangi, keppnisskapið stóð í öfugum hlutföllum við getuna. Ef illa gekk, og það var oft, þá átti hann það til að hrópa „ég er kominn í stuð". Þetta slagorði átti að hvetja bæði hann og aðra sem voru með honum í liði. Og öðru hverju gerði vart við sig hjá samherjunum veik von um að nú væri komið að því, að knattspyrnuhæfileikar kunningjans brytust út og hann myndi breytast á ögurstundu í einhvers konar siglfirskan Maradonna. En það varð aldrei og „stuðið" þýddi bara marklaus ólæti, hlaup, bölv og ragn og oftar en ekki dundu skammirnar á þeim sem voru með honum í liði. Það var enginn að gera sér neina sérstaka rellu út af þessu, hann var bara svona og þetta var hluti af okkar fótbolta. Í sjálfum sér kemur mér ekki við vandræðagangurinn hjá Samfylkingunni, hann er auðvitað innanhúsmál þeirra sem þar starfa. En mér varð mjög hugsað til þessa kunningja míns að norðan þegar ég las grein eftir Mörð Árnason hér í Fréttablaðinu þar sem hann segir "Ég tek líka eftir því að formaðurinn er að finna fjölina sína fyrir átökin framundan og það er mjög mikilvægt að einmitt formaðurinn sé í stuði". Mörður var að reyna að útskýra fyrir lesendum blaðsins þá kenningu Ingibjargar að þingflokkurinn hafi á undanförnum árum hagað sér þannig að þjóðinn þyrði alls ekki að treysta því fólki sem þar sæti. Og líkt og hjá kunningja mínum fyrir norðan þá skiptir engu máli getuleysi liðinna ára, öllu skiptir að vera kominn í stuð, og svo er hlaupið og snúist og snúist og hlaupið. Fyrir þingmenn Samfylkingarinnar hlýtur að vera erfitt að kyngja því að formaðurinn skuli varpa ábyrgðinni yfir á þingmannahópinn með þeim hætti sem hún gerir. Össur Skarphéðinsson formaður og verkstjóri þessa traustrúna þingmannahóps hlýtur að vera hugsi yfir þessu útspili formannsins. Ætli sú hugsun hafi læðst að honum og öðrum í þingflokknum að kannski felist vandi Samfylkingarinnar í því að formaður flokksins hafi ekki fundið fjölina sína, að hún hafi ekki verið í stuði hingað til. Hvernig á til dæmis að túlka þessi ummæli Ingibjargar í Fréttablaðinu í gær þar sem hún talar um erindi sitt í pólitík: „Fyrir ári síðan var þetta ekki runnið mér eins í merg og bein og ég skynjaði þetta ekki jafn sterkt af því að erindið var ekki eins nálægt. Nú skynja ég erindið." Ingibjörg hefur verið í póltík í 25 ár, hún var forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar árið 2003 og formaður frá 2004. En nú stuttu fyrir kosningar er formaður Samfylkingarinnar sem sagt komin í stuð, nú fyrst skynjar hún erindið. Samfylkingin sagðist hafa verið tilbúinn fyrir kosningarnar 1999, hún þóttist reiðubúinn fyrir kosningarnar 2003 og nú fyrir kosningarnar 2007 skynjar formaðurinn erindið sem var ekki runnið henni í merg og bein fyrir ári síðan. Það má reikna með að þetta viðbúnaðarstig Samfylkingarinnar fari vaxandi á næstu mánuðum, að minnsta kosti í orði Vandinn er sá að Samfylkingin virðist hafa sama ofnæmið fyrir stefnufestu og ég hef fyrir köttum. Viðbröðin eru eins hjá okkur báðum, best að halda sig sem lengst frá ofnæmisvaldinum. Í staðin fyrir stefnu klastrar Samfylkingin saman nokkrum málum sem talin eru til vinsælda fallinn. Síðan fylgja upphrópanir um að nú sé ríkisstjórnin einungis að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar, ásamt hefbundnu yfirboðum við gerð fjárlaga og ábyrgðarleysi þegar kemur að erfiðum úrlausnarefnum sem ríkisvaldið stendur frammi fyrir. En nú eru að koma kosningar og þá fara ímyndarsérfræðingar Samfylkingarinnar á kreik. Eftirfarandi ummæli Ingibjargar í Silfir Egils síðustu helgi eru áhugaverð: „Við þurfum að sýna á næstu mánuðum, mjög sterkt, að ekki aðeins höfum við erindi heldur líka að við vitum hvernig við ætlum að takast á við það verkefni sem framundan er, við ætlum að vera trúverðug, starfa af heildinum, við ætlum að vera ábyrg - þessa mynd þurfum við að sýna, þetta er svona ímyndarvandi." Ímyndarfræðingar Samfylkingarinnar standa nú frammi fyrir þessu tröllvaxna verkefni. Vandinn er sá að Samfylkingin virðist hafa sama ofnæmið fyrir stefnufestu og ég hef fyrir köttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Einn af kostunum við það að alast upp á Siglufirði var sá að á veturna var nægur snjór. Göturnar urðu til dæmis að fyrirtaks sparkvöllum sem við strákarnir notuðum til linnulausrar fótboltaiðkunnar. Við vorum svo sem ekki neinir snillingar í þessari íþrótt en það vantaði hvorki áhuga né keppnisskapið. Sérstaklega er mér minnisstæður frá þessum árum einn kunningi minn sem lét sig aldrei vanta í boltaatið. Honum voru mislagðir fætur, hann þvældi sjálfan sig fram og aftur um allan völl, allt í miklum æsingi og flumbrugangi, keppnisskapið stóð í öfugum hlutföllum við getuna. Ef illa gekk, og það var oft, þá átti hann það til að hrópa „ég er kominn í stuð". Þetta slagorði átti að hvetja bæði hann og aðra sem voru með honum í liði. Og öðru hverju gerði vart við sig hjá samherjunum veik von um að nú væri komið að því, að knattspyrnuhæfileikar kunningjans brytust út og hann myndi breytast á ögurstundu í einhvers konar siglfirskan Maradonna. En það varð aldrei og „stuðið" þýddi bara marklaus ólæti, hlaup, bölv og ragn og oftar en ekki dundu skammirnar á þeim sem voru með honum í liði. Það var enginn að gera sér neina sérstaka rellu út af þessu, hann var bara svona og þetta var hluti af okkar fótbolta. Í sjálfum sér kemur mér ekki við vandræðagangurinn hjá Samfylkingunni, hann er auðvitað innanhúsmál þeirra sem þar starfa. En mér varð mjög hugsað til þessa kunningja míns að norðan þegar ég las grein eftir Mörð Árnason hér í Fréttablaðinu þar sem hann segir "Ég tek líka eftir því að formaðurinn er að finna fjölina sína fyrir átökin framundan og það er mjög mikilvægt að einmitt formaðurinn sé í stuði". Mörður var að reyna að útskýra fyrir lesendum blaðsins þá kenningu Ingibjargar að þingflokkurinn hafi á undanförnum árum hagað sér þannig að þjóðinn þyrði alls ekki að treysta því fólki sem þar sæti. Og líkt og hjá kunningja mínum fyrir norðan þá skiptir engu máli getuleysi liðinna ára, öllu skiptir að vera kominn í stuð, og svo er hlaupið og snúist og snúist og hlaupið. Fyrir þingmenn Samfylkingarinnar hlýtur að vera erfitt að kyngja því að formaðurinn skuli varpa ábyrgðinni yfir á þingmannahópinn með þeim hætti sem hún gerir. Össur Skarphéðinsson formaður og verkstjóri þessa traustrúna þingmannahóps hlýtur að vera hugsi yfir þessu útspili formannsins. Ætli sú hugsun hafi læðst að honum og öðrum í þingflokknum að kannski felist vandi Samfylkingarinnar í því að formaður flokksins hafi ekki fundið fjölina sína, að hún hafi ekki verið í stuði hingað til. Hvernig á til dæmis að túlka þessi ummæli Ingibjargar í Fréttablaðinu í gær þar sem hún talar um erindi sitt í pólitík: „Fyrir ári síðan var þetta ekki runnið mér eins í merg og bein og ég skynjaði þetta ekki jafn sterkt af því að erindið var ekki eins nálægt. Nú skynja ég erindið." Ingibjörg hefur verið í póltík í 25 ár, hún var forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar árið 2003 og formaður frá 2004. En nú stuttu fyrir kosningar er formaður Samfylkingarinnar sem sagt komin í stuð, nú fyrst skynjar hún erindið. Samfylkingin sagðist hafa verið tilbúinn fyrir kosningarnar 1999, hún þóttist reiðubúinn fyrir kosningarnar 2003 og nú fyrir kosningarnar 2007 skynjar formaðurinn erindið sem var ekki runnið henni í merg og bein fyrir ári síðan. Það má reikna með að þetta viðbúnaðarstig Samfylkingarinnar fari vaxandi á næstu mánuðum, að minnsta kosti í orði Vandinn er sá að Samfylkingin virðist hafa sama ofnæmið fyrir stefnufestu og ég hef fyrir köttum. Viðbröðin eru eins hjá okkur báðum, best að halda sig sem lengst frá ofnæmisvaldinum. Í staðin fyrir stefnu klastrar Samfylkingin saman nokkrum málum sem talin eru til vinsælda fallinn. Síðan fylgja upphrópanir um að nú sé ríkisstjórnin einungis að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar, ásamt hefbundnu yfirboðum við gerð fjárlaga og ábyrgðarleysi þegar kemur að erfiðum úrlausnarefnum sem ríkisvaldið stendur frammi fyrir. En nú eru að koma kosningar og þá fara ímyndarsérfræðingar Samfylkingarinnar á kreik. Eftirfarandi ummæli Ingibjargar í Silfir Egils síðustu helgi eru áhugaverð: „Við þurfum að sýna á næstu mánuðum, mjög sterkt, að ekki aðeins höfum við erindi heldur líka að við vitum hvernig við ætlum að takast á við það verkefni sem framundan er, við ætlum að vera trúverðug, starfa af heildinum, við ætlum að vera ábyrg - þessa mynd þurfum við að sýna, þetta er svona ímyndarvandi." Ímyndarfræðingar Samfylkingarinnar standa nú frammi fyrir þessu tröllvaxna verkefni. Vandinn er sá að Samfylkingin virðist hafa sama ofnæmið fyrir stefnufestu og ég hef fyrir köttum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun