Wii-tölvan uppseld 13. desember 2006 06:30 Nintendo Wii leikjatölva Svo mikil eftirspurn hefur verið eftir nýjustu leikjatölvunni frá Nintendo að skipta varð eintökum bróðurlega á milli umboða í Evrópu. Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak. Rúnar Hrafn Sigmundsson, sölumaður hjá Ormsson, umboðsaðila Nintendo á Íslandi, segir svo mikla eftirspurn eftir nýju leikjatölvunni Evrópu að dreifingaraðili Nintendo í Þýskalandi hafi séð sig neyddan til að dreifa leikjatölvunum bróðurlega á milli umboða í álfunni. Hafi því um þriðjungi færri leikjatölvur komið hingað til lands en gert hafði verið ráð fyrir. Mikil eftirspurn hefur verið um allan heim eftir Wii-tölvunni, og í Bandaríkjunum hefur hún selst þrisvar sinnum betur en nýja leikjatölvan frá Sony, Playststation 3. Þá spillir verðið ekki fyrir en Nintendo Wii kostar tæpar 30.000 krónur hjá Ormsson samanborið við um 50.000 krónur sem búist er við að PS3 muni kosta þegar hún kemur á markað í Evrópu í mars á næsta ári. Rúnar segir tvær sendingar af leikjatölvunni koma hingað fyrir jólin, þar af ein nú í vikunni, til að tryggja að allir þeir sem bíða eftir hörðum pakka fyrir jólin verði ánægðir.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira