Sigurður Þórir Þorsteinsson, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Sigurður sem er fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Aftureldingar verður því nýráðnum þjálfara, Ásgeiri Elíassyni innan handar með liðið sem leikur í 1. deild karla í sumar.
Þetta kemur fram á heimasíðu Fram en þar segir ennfremur að Sigurður hafi starfað sem þjálfari í 23 ár og er menntaður íþróttakennari. Hann er auk þess formaður í Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands og situr í Fræðslunefnd KSÍ. Auk þess að þjálfa Aftureldingu síðan árið 2000 hefur Sigurður verið þjálfað meistaraflokk Breiðabliks auk þess að þjálfa yngri flokka Fylkis og ÍR á árum áður.
Sport