Lífið

Veðbanki – Vinsælasti flytjandinn

Landsbankinn, Icelandair og Fréttablaðið eru styrktaraðilar Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verða afhent í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 25. janúar 2006. Í samvinnu við þessi fyrirtæki stendur Vísir nú fyrir veðbanka á vísir.is þar sem almenningi getur giskað á hver vinnur í hverjum flokki og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem er getspakastur og nær flestum réttum. Einnig er hægt að taka þátt í kosningu um vinsælasta flytjanda Íslands í netkosningu á visir.is og verða sérstök verðlaun veitt í þessum flokki á hátíðinni.

 

Vinsælasti flytjandinn - val almenningsVísir annast almenna netkosningu í vali á vinsælasta flytjanda ársins og er valið óháð tilnefningum ÍTV. Netkosning á Vísi lokar á hádegi 25. janúar og niðurstaðan í vali almennings á vinsælasta flytjanda ársins 2005 verður síðan kynnt í lok útsendingar frá hátíðarsamkomu tónlistarmanna í Þjóðleikhúsinu.

Þátttakendur í kosningunni fara sjálfkrafa í pott sem dregið verður úr að hádegi 25. febrúar. Tveir heppnir þátttakendur fá miða fyrir tvo á hátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna.

 

Veðbanki - vinningur flug fyrir 2 til San Francisco og farareyrirVegna frábærrar þátttöku í fyrra hefur nú annað árið í röð verið opnaður "veðbanki" á Vísi en þar gefst kostur á að spá fyrir um úrslit í öllum flokkum.

Sá eða sú sem kemst næst því að spá fyrir um verðlaunahafa hlýtur að launum flug til San Fransisco með Icelandair og 400 dollara í gjaldeyri frá Landsbankanum.

 

Vefsvæði Íslensku tónlistarverðlaunannaHægt er að skoða tilnefningar á sérstakri vefsíðu verðlaunanna á Vísi. Reglur veðbankans er að finna á Vísi.

Veðbankinn lokar klukkan 12:00 miðvikudaginn 25. febrúar en hátíðarsamkoma Íslensku tónlistarverðlaunanna hefst í Þjóðleikhúsinu klukkan 20:00 þann dag.

Upplýsingar um vinningshafa verða birtar á Vísi föstudaginn 27. febrúar 2006.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×