Stærri sneiðar af stærri köku 3. febrúar 2006 02:54 Um áramótin urðu nær allir, sem tóku til máls opinberlega, til þess að hneykslast á úrskurði Kjaradóms um laun ráðherra, þingmanna og ýmissa annarra valdsmanna annars vegar og launasamningum ýmissa forstjóra hins vegar. Í framhaldinu var gripið til aðgerða í því skyni að ónýta úrskurð Kjaradóms. Þessi viðbrögð eru vanhugsuð. Ráðherrar og annað fólk í sambærilegum stöðum eiga að hafa sæmileg laun. Það tryggir sjálfstæði þeirra og minnkar með því hættuna á spillingu. Á atvinnulífið að njóta allra bestu starfskraftanna, af því að það getur boðið miklu hærri laun? Hægur vandi var fyrir þá stjórnmálamenn, sem vildu, að hafna sjálfir launahækkunum sínum, og hefðu þeir eflaust notið þess í prófkjörum og kosningum síðar meir, ef umbjóðendur þeirra deildu með þeim skoðunum. Jóhanna og Ögmundur mega vera láglaunamenn fyrir sjálfa sig, en ekki aðra. Það er síðan samningsatriði milli stjórna fyrirtækja og forstjóra þeirra, hvaða laun þeir fá, en þyki hluthöfum þau of há, þá geta þeir geta ekki aðeins látið í ljós óánægju sína í fjölmiðlum eða á aðalfundum félaganna, heldur líka selt bréf sín. Sjálfur sé ég ekki eftir fimm milljónum á mánuði til forstjóra, ef hann skapar hluthöfum fyrirtækisins fimmtán milljónir á sama tíma (en þá verður hann líka að gera það!) Raunar eru forstjóralaun lægri á Íslandi en víðast annars staðar. Í þessum umræðum minntust fáir á aðalatriði málsins. Síðasta áratug hafa kjör almennings á Íslandi, eins og þau mælast í kaupmætti, snarbatnað, um rúmlega þriðjung. Það er stórkostlegur árangur, og hann má ekki rekja til tímabundins stríðsgróða eða einhverrar skyndilegrar aflahrotu, eins og oft á árum áður, heldur til breytinganna á hagkerfinu upp úr 1991, þegar það varð frjálsara og skilvirkara. Umræðurnar um úrskurð Kjaradóms og ofurlaun forstjóra sýna hins vegar, að enn eiga sumir erfitt með að sætta sig við ójafna tekjuskiptingu, þótt hún kunni að vera í senn forsenda og afleiðing hagvaxtarins. Skýrum þetta með því að hugsa okkur þjóðarkökuna, eins og hún liggi á borði fyrir framan okkur. Þá sjáum við, að sneið eins aðila getur stækkað á langveginn fremur en þverveginn. Hún getur stækkað, af því að kakan stækki, en ekki af því að sneið neins annars aðila minnki. Sá er munurinn á kjarabótum okkar frjálshyggjumanna annars vegar og félagshyggjufólks eins og Jóhönnu og Ögmundur hins vegar. Við viljum, að sneiðar allra stækki, af því að kakan stækkar. En þótt þau tali fjálglega um láglaunafólk, hafa þau mestar áhyggjur af því, að sneiðir sumra stækki meira en annarra, þótt allar stækki. Þau eru ekki með láglaunafólki, heldur á móti hálaunafólki. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, hvor aðferðin sé líklegri til að skapa raunverulegan frið, að stækka sneiðarnar af kökunni með því að stækka kökuna sjálfa eða reyna að stækka sneiðar sumra með því að minnka sneiðar annarra (sem taka því auðvitað ekki mótmælalaust, auk þess sem millifærslan sjálf er síður en svo ókeypis). Hagvöxturinn er hinn mikli sáttasemjari mannlífsins. Í frjálsu hagkerfi er bakaríið í fullum gangi. Málið má nálgast frá sjónarmiði láglaunafólks. Hvort er það betur sett með vitneskju um, að hlutfall þess af þjóðartekjum hafi hækkað, jafnvel þótt kakan hafi ekki stækkað eins mikið og ella, eða með stærri sneið af stærri köku, um leið og kjör annarra hafa vissulega batnað enn frekar í vaxandi atvinnulífi? Félagshyggjufólk eins og Jóhanna og Ögmundur virðast einblína á hlutfallið, en við frjálshyggjumenn horfum á hin raunverulegu kjör. Láglaunafólk er best komið með því að hætta að vera láglaunafólk eða með öðrum orðum með því, að öll laun hækki, eins og gerst hefur á Íslandi síðasta áratug. Ofurlaun eru gárur á yfirborði. Undir niðri er þungur og mikill straumur fjár til alls almennings í krafti framfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Um áramótin urðu nær allir, sem tóku til máls opinberlega, til þess að hneykslast á úrskurði Kjaradóms um laun ráðherra, þingmanna og ýmissa annarra valdsmanna annars vegar og launasamningum ýmissa forstjóra hins vegar. Í framhaldinu var gripið til aðgerða í því skyni að ónýta úrskurð Kjaradóms. Þessi viðbrögð eru vanhugsuð. Ráðherrar og annað fólk í sambærilegum stöðum eiga að hafa sæmileg laun. Það tryggir sjálfstæði þeirra og minnkar með því hættuna á spillingu. Á atvinnulífið að njóta allra bestu starfskraftanna, af því að það getur boðið miklu hærri laun? Hægur vandi var fyrir þá stjórnmálamenn, sem vildu, að hafna sjálfir launahækkunum sínum, og hefðu þeir eflaust notið þess í prófkjörum og kosningum síðar meir, ef umbjóðendur þeirra deildu með þeim skoðunum. Jóhanna og Ögmundur mega vera láglaunamenn fyrir sjálfa sig, en ekki aðra. Það er síðan samningsatriði milli stjórna fyrirtækja og forstjóra þeirra, hvaða laun þeir fá, en þyki hluthöfum þau of há, þá geta þeir geta ekki aðeins látið í ljós óánægju sína í fjölmiðlum eða á aðalfundum félaganna, heldur líka selt bréf sín. Sjálfur sé ég ekki eftir fimm milljónum á mánuði til forstjóra, ef hann skapar hluthöfum fyrirtækisins fimmtán milljónir á sama tíma (en þá verður hann líka að gera það!) Raunar eru forstjóralaun lægri á Íslandi en víðast annars staðar. Í þessum umræðum minntust fáir á aðalatriði málsins. Síðasta áratug hafa kjör almennings á Íslandi, eins og þau mælast í kaupmætti, snarbatnað, um rúmlega þriðjung. Það er stórkostlegur árangur, og hann má ekki rekja til tímabundins stríðsgróða eða einhverrar skyndilegrar aflahrotu, eins og oft á árum áður, heldur til breytinganna á hagkerfinu upp úr 1991, þegar það varð frjálsara og skilvirkara. Umræðurnar um úrskurð Kjaradóms og ofurlaun forstjóra sýna hins vegar, að enn eiga sumir erfitt með að sætta sig við ójafna tekjuskiptingu, þótt hún kunni að vera í senn forsenda og afleiðing hagvaxtarins. Skýrum þetta með því að hugsa okkur þjóðarkökuna, eins og hún liggi á borði fyrir framan okkur. Þá sjáum við, að sneið eins aðila getur stækkað á langveginn fremur en þverveginn. Hún getur stækkað, af því að kakan stækki, en ekki af því að sneið neins annars aðila minnki. Sá er munurinn á kjarabótum okkar frjálshyggjumanna annars vegar og félagshyggjufólks eins og Jóhönnu og Ögmundur hins vegar. Við viljum, að sneiðar allra stækki, af því að kakan stækkar. En þótt þau tali fjálglega um láglaunafólk, hafa þau mestar áhyggjur af því, að sneiðir sumra stækki meira en annarra, þótt allar stækki. Þau eru ekki með láglaunafólki, heldur á móti hálaunafólki. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um, hvor aðferðin sé líklegri til að skapa raunverulegan frið, að stækka sneiðarnar af kökunni með því að stækka kökuna sjálfa eða reyna að stækka sneiðar sumra með því að minnka sneiðar annarra (sem taka því auðvitað ekki mótmælalaust, auk þess sem millifærslan sjálf er síður en svo ókeypis). Hagvöxturinn er hinn mikli sáttasemjari mannlífsins. Í frjálsu hagkerfi er bakaríið í fullum gangi. Málið má nálgast frá sjónarmiði láglaunafólks. Hvort er það betur sett með vitneskju um, að hlutfall þess af þjóðartekjum hafi hækkað, jafnvel þótt kakan hafi ekki stækkað eins mikið og ella, eða með stærri sneið af stærri köku, um leið og kjör annarra hafa vissulega batnað enn frekar í vaxandi atvinnulífi? Félagshyggjufólk eins og Jóhanna og Ögmundur virðast einblína á hlutfallið, en við frjálshyggjumenn horfum á hin raunverulegu kjör. Láglaunafólk er best komið með því að hætta að vera láglaunafólk eða með öðrum orðum með því, að öll laun hækki, eins og gerst hefur á Íslandi síðasta áratug. Ofurlaun eru gárur á yfirborði. Undir niðri er þungur og mikill straumur fjár til alls almennings í krafti framfara.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun