Sport

750 krakkar á handboltamóti

Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi.  Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu í Íþróttahúsinu í Digranesi. Þetta er svipaður fjöldi og í fyrra. Mótið er fyrir krakka sem fæddir eru 1996 og síðar. Mótið hófst í gær og því lýkur ekki fyrr en á morgun.  Liðin koma víða af, þannig skruppu krakkarnir í ÍBV í dagsferð, keppa í dag og halda síðan heim í kvöld.

Margir eru þarna að hefja handboltaferilinn og ljóst er að áhrifa Evrópumótsins gætir hjá krökkunum ungu.  Það er líf og fjör í Digranesinu og í mörg horn að líta fyrir þjálfarana enda ekki alltaf auðvelt verk að stjórna kappsfullum handboltaköppum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×