Lífið

Barnaníðingar á netinu

Býr barnaníðingur í næsta húsi við þig? Það gæti verið. Samkvæmt könnun Kompáss er verulegur áhugi fullorðinna karlmanna á kynlífi með börnum yngri en fjórtán ára. Kompás fjallar um þetta samfélagsmein, þar sem fullorðnir karlmenn reyna eftir ýmsum leiðum að tæla til sín unglinga í gegnum Netið. Kompás egndi gildru fyrir nokkra þeirra og fylgdist með þeim ganga rakleitt í hana.

Í þættinum er m.a. rætt við móður 14 ára stúlku sem var tæld af manni á fertugsaldri, stúlku sem var tæld af manni sem var 10 árum eldri en hún sjálf og rætt við barnaníðing um aðferðir til að ná sambandi við börn og unglinga. Kompás sviptir hulunni af þessari skuggaveröld, sem þrífst á leynd og afskiptaleysi, og ræðir við fjölda aðila um hvernig best sé að bregðast við til að tryggja öryggi æskunnar.

Kompás er sýndur í opinni dagskrá á NFS og Stöð 2 á sunnudögum, strax eftir fréttir klukkan 19.10.

Síða Kompáss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×