Innlent

Ríkisendurskoðandi kominn með gögnin frá Vilhjálmi

Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið hafa fengið gögn frá Vilhjálmi Bjarnasyni aðjúnkt í viðskiptafræðum vegna aðkomu þýska bankans Hauck und Afhauser, að kaupum á Búnaðarbanka Íslands á sínum tíma. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði of snemmt að segja til um hvort stofnunin hæfi sjálfstæða athugun á málinu.

Vilhjálmur Bjarnason afhenti Ríkisendurskoðanda gögnin á stuttum fundi þeirra tveggja í dag. Hann segir ekki hægt að upplýsa málið nema að kalla eftir gögnum frá þýska og íslenska fjármálaeftirlitinu. Hann segist vita að eignaraðild bankans að Búnaðarbankanum hafi ekki verið tilkynnt þýska fjármálaeftirlitinu né því íslenska eins og skylt hefði verið að gera ef um virka eignaraðild hefði verið að ræða. Sigurður Þórðarson ætlar að skoða gögnin næstu daga og taka ákvörðun í framhaldi af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×