Sport

Glover efstur, 7 höggum á undan Tiger

Lucas Glover á Bay Hill í gær. Tiger Woods hefur unnið á Bay Hill fjórum sinnum en hann býr í Orlando þar sem Bay Hill völlurinn er staðsettur.
Lucas Glover á Bay Hill í gær. Tiger Woods hefur unnið á Bay Hill fjórum sinnum en hann býr í Orlando þar sem Bay Hill völlurinn er staðsettur.

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover er með eins höggs forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir tvo keppnisdaga. Bay Hill mótið er eitt það sterkasta í bandarísku mótaröðinni. Völlurinn er mjög erfiður og níu vatnstorfærur eru á holunum átján.

Lucas Glover lék á 67 höggum í gær annan daginn í röð og er samtals á 10 höggum undir pari. Glover hrósaði sigri á Funai mótinu fyrir fimm mánuðum.

Ástralarnir Robert Allenby og Rod Pamling er í öðru sæti höggi á eftir Glover. Besti kylfingur heims, Tiger Woods er sjö höggum á eftir Lucas Glover á þremur höggum undir pari og er í 25.sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Tiger hefur unnið á Bay Hill fjórum sinnum en hann býr í Orlando þar sem Bay Hill völlurinn er staðsettur.

Tiger lék á 71 höggi í gær. Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els er á fjórum höggum undir pari samtals lék frekar illa í gær á 73 höggum. Spánverjinn Sergio Garcia er til alls líklegur á mótinu. Hann er ásamt Bart Bryant á sjö höggum undir pari samtals lék á 69 höggum í gær.

Kólombíumaðurinn Camilo Vilegas er rísandi stjarna í golfheiminum. Hann lék á 69 höggum og er samtals á fjórum höggum undir pari þegar mótið er hálfnað. Sýnt verður frá þriðja keppnisdegi á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×