Sport

Ástrali kominn með 4 högga forystu

Rod Pampling mundar hér kylfuna á Flórída í gær.
Rod Pampling mundar hér kylfuna á Flórída í gær.

Ástralinn Rod Pampling er með fjögurra högga forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandaríksku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Frábærar aðstæður voru á Bay Hill vellinum í gær en mótið er eitt það sterkasta á bandarísku mótaröðinni.

Ástralinn Rod Pampling sýndi frábær tilþrif á þriðja deginum í gær og lék á 67 höggum fimm undir pari og er samtals á fjórtán höggum undir pari. Tiger Woods náði sér ekki á strik og er tíu höggum á eftir Pampling. Þrír kylfingar eru jafnir í öðru sæti á tíu höggum undir pari. Lucas Glover frá Bandaríkjunum sem var í efsta sæti eftir tvo daga, Greg Owen frá Englandi og Norður-Írinn darren Clarke.

Clarke lék stórkostlega lék hringinn á 63 höggum níu undir pari. Seinni níu holurnar voru sérlega glæsilegar. Hann lék þær á 30 höggum. Clarke 37 ára hefur ekki leikið eins mikið undanfarinn ár vegna veikinda eiginkonu sinnar sem berst við krabbamein.

Spánverjinn Sergio Garcia á enn möguleika á sigri hann er samtals á átta höggum undir pari, sex höggum á eftir pampling fyrir lokahringinn sem verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan átta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×