Þrír eftir - syngja topplög ársins 2005 31. mars 2006 17:31 Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is. Idol Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is.
Idol Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira