Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár 2. maí 2006 11:10 Leikmenn LA Clippers fögnuðu innilega eftir sigurinn á Denver, en nú gæti farið svo að Los Angeles-liðin mætist í næstu umferð ef Lakers nær að slá út Phoenix í kvöld. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira