Sakar stjórnarandstöðu um verðbólguna 4. maí 2006 15:06 Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju. Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Stjórnarandstæðingar sökuðu stjórnarliða um að flýja af hólmi fyrir sveitarstjórnarkosningar og forðast að ræða efnahagsmál. Þingmaður Framsóknarflokksins svaraði með því að segja að stjórnarandstaðan hefði talað upp verðbólguna.Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, hóf umræðuna og gagnrýndi að forsætisráðherra hefði ekki fengist utandagskrárumræðu um efnahagsmálin. Hann sagði stjórnina hafa lagt á flótta undan umræðu um frammistöðu sína með því að fresta þingfundum. Það sagði hann að væri gert vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.Steingrímur sagði það ekki passa við dýran kosningaáróður stjórnarflokkanna og þá ímynd sem þeir létu auglýsingastofur hanna fyrir sig að fjallað væri um frammistöðu þeirra.Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, var engu sáttari. Hann átaldi stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að ekki yrðu eldhúsdagsumræður í kvöld eins og hafði verið stefnt að. "Hvílík framkoma."Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti menn á jákvæða umsögn bandaríska hagfræðingsins Roberts Mishkins um íslenskt efnahagslíf. Hann bætti við að Miskhin hefði sagt að það væri hægt að upp verðbólguna og velti því fyrir sér hvort allt tal stjórnarandstöðunnar um slæmt efnahagsástand væri ekki farið að skila sér í aukinni verðbólgu.Þetta þótti Margréti Frímannsdóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, ómaklegt. Henni fannst þó sem þetta skilningsleysi stjórnarþingmanna á efnahagsmálum kynni að skýra hvers vegna staða efnahagsmála væri jafn slæmt og raun bæri vitni.Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðaði sig á því hversu miklu stjórnarandstæðingar vildu ráða um hvaða mál væru tekin fyrir og hver ekki. Hann sagði það merkilegt að þegar stjórnarandstæðingar vildu ráða hvaða mál væru tekin á dagskrá kölluðu þeir það samstarfsvilja. Þegar stjórnarliðar vildu hafa eitthvað um það að segja kölluðu stjórnarandstæðingar það hins vegar frekju.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira