Sport

Fleiri hneykslismál í uppsiglingu?

Fiorentina er eitt þeirra liða sem liggja undir grun í nýjasta knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu
Fiorentina er eitt þeirra liða sem liggja undir grun í nýjasta knattspyrnuhneykslinu á Ítalíu NordicPhotos/GettyImages

Fréttir á Ítalíu herma að þar í landi sé að hefjast ítarlega rannsókn í knattspyrnuheiminum  eftir að grunur vaknaði um að úrslitum leikja í A-deildinni þar í landi hafi verið hagrætt með mútum. Forráðamenn Lazio, Juventus og  Fiorentina liggja undir grun, auk þess sem HM dómarinn Massimo De Santis er sagður liggja undir grun.

Saksóknari hefur þegar verið skipaður í málinu og þó ekki hafi verið gefið formlega upp nöfn þeirra sem hlut eiga að máli, eru þeir sagðir vera yfir 40 talsins. Dómarar, forráðamenn félaga og fjölmiðlamenn eru á meðal þeirra sem yfirheyrðir verða í rannsókninni - sem beinist að 19 leikjum í A-deildinni og einum leik í B-deildinni. Sexfaldir Evrópumeistarar AC Milan munu einnig liggja undir grun að einhverju leiti og óhætt er að segja að kviknað sé bál í ítölsku knattspyrnunni á undanförnum dögum vegna hneykslismála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×