Dallas jafnaði gegn Phoenix 27. maí 2006 03:53 Dirk Nowitzki og Josh Howard skoruðu samanlagt 59 stig fyrir Dallas í nótt og halda nú til Arizona með það fyrir augum að bæta upp fyrir tap á heimavelli í fyrsta leiknum NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sjá meira
Dallas Mavericks náði að rétta sinn hlut í öðrum leik úrslitaeinvígis Vesturdeildarinnar í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns 105-98 á heimavelli sínum og hafa liðin því unnið sitt hvorn leikinn í einvíginu. Dirk Nowitzki fór fyrir sínum mönnum á lokasprettinum í nótt, en það var umfram allt bættur varnarleikur heimamanna sem tryggði þeim sigurinn. Josh Howard, sem meiddist á fæti í upphafi síðasta leiks, var nokkuð óvænt í liði Dallas í nótt og skoraði 29 stig og hirti 7 fráköst. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig og hirti 14 fráköst og Jason Terry skoraði 18 stig. Hetja Phoenix í fyrsta leiknum, Boris Diaw, var aftur frábær í nótt og skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst, Tim Thomas skoraði 20 stig, Shawn Marion skoraði 19 stig og hirti 19 fráköst og Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var í þriðja sinn í röð í úrslitakeppninni sem Phoenix tapar leik tvö í einvígi og raunar í tíunda skipti í síðustu ellefu rimmum liðsins í úrslitakeppni sem leikur tvö tapast. Phoenix vinnur sjaldan leiki þar sem liðið nær ekki að skora yfir 100 stig og því hefur ekki tekist að skora yfir 100 stig í leik tvö í úrslitakeppninni í ár. Phoenix var yfir þegar liðin hófu leik í fjórða leikhluta, en varnarleikur Dallas í lokaleikhlutanum tryggði sigurinn. Avery Johnson gerði breytingar á byrjunarliði sínu til að reyna að halda í við sprækt lið Phoenix og var framherjinn Keith Van Horn í byrjunarliði Dallas í kvöld. Miðherjinn DeSagana Diop spilaði með grímu eftir að hafa nefbrotnað í sjöunda leiknum við San Antonio, en henti grímunni fljótlega af sér. Hann hirti 11 fráköst í leiknum. Brasilíumaðurinn Leandro Barbosa var í byrjunarliði Phoenix í fjarveru Raja Bell sem er meiddur. Barbosa náði sér alls ekki á strik og klikkaði á 12 af 15 skotum sínum í leiknum. Phoenix notaði aðeins 7 leikmenn í nótt og allir byrjunarliðsmennirnir léku í það minnsta 38 mínútur. Næsti leikur þessara liða verður háður í Phoenix á sunnudagskvöldið og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn, en það verður nánar auglýst hér á Vísi um helgina.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sjá meira