Erlent

Milosevic ekki myrtur

MYND/AP

Ekkert bendir til þess að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafi verið myrtur og óvíst er hvort hægt hefði verið að bjarga honum hefði hann fengið þá læknisaðstoð sem hann óskaði eftir.

Þetta er niðurstaða dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rannsakað hefur dauða forsetans mars en þá var hann í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Í skýrslu sérskipaða dómstólsins kemur fram að ekkert bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir Milosevic en hann hafi annast lyfjagjöf sína sjálfur.

Skiptar skoðanir eru meðal lækna um hvort hægt hefði verið að forða bjarga lífi Milosevics ef hann hefði gengist undir aðgerð. Ekkert bendi því til þess að eitthvað hafi vantað upp á þá læknisaðstoð sem forsetinn fyrrverandi fékk í Haag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×