Erlent

Sprenging í efnaverksmiðju á Englandi

MYND/Sky News

Mikil sprenging varð í efnaverksmiðju á Englandi seint í gærkvöld. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn og segja sérfræðingar enga hættu steðja að en verksmiðjan er í um 400 kílómetra fjarlægð frá Lundúnum.

Tveir menn voru við störf þegar sprengingin varð og voru fluttir á sjúkrahús vegna áverka en þeir eru þó ekki alvarlega slasaðir. Þrátt fyrir að ekki stafi hætta af voru vegir lokaðir og fólk í nærliggjandi húsum beðið um að loka dyrum og gluggum.

Verksmiðjunni, sem framleiðir ammoníak, var lokað. Ekki er vitað að svo stöddu hver ástæðan fyrir spreningunni er og er málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×