Erlent

Tíu fórust þegar sprenging varð í kolanámu

Að minnsta kosti níu námuverkamenn biðu bana þegar sprenging varð í kolanámu í Tyrklandi í gær. Fjölmargir til viðbótar eru lokaðir inni í námunni en óvíst er hversu margir námuverkamenn það eru, og hvort þeir eru lífs eða liðnir. Að sögn tyrkneskra stjórnvalda varð sprenging þegar meþangas lak í námunni, um 150 metra undir yfirborði jarðar, en náman er í þorpinu Odakoy í vesturhluta landsins. Björgunarsveitarmenn reyna nú hvað þeir geta til að bjarga þeim sem lokuðust inni í námunni úr prísundinni. Námuslys eru algeng í Tyrklandi og eru þau fyrst og fremst rakin til lélegs tækjabúnaðar og þess að ekki er farið eftir öryggisreglum. Í mannskæðasta námuslysi sem orðið hefur í Tyrklandi árið 1992 létust 270 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×