Erlent

Eldvirkni hefur þrefaldast í Merapi eldfjallinu

Mynd/AP

Íbúar við rætur eldfjallsins Merapi á indónesísku eyjunni Jövu framkvæmdum reyndu í nótt að friða guði fjallsins með helgiathöfn sem ekki hefur farið fram í áratug. Glóandi hraun hefur flætt úr fjallinu síðustu daga og hefur eldvirkni í Merapi þrefaldast síðan mikill jarðskjálfti reið yfir eyjuna fyrir tæpri viku og varð rúmlega sex þúsund manns að bana. Fjallið hefur þó enn ekki byrjað að gjósa af fullum krafti og óttast þorpsbúar sem búa í nálægð við fjallið að það fari að spúa eldi og brennisteini af fítonskrafti fyrr en síðar. Með athöfninni í nótt vildu þeir reyna að forða þorpi sínu frá eyðileggingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×