Öryggissveitum á Sýrlandi tókst í morgun að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum tækist að leggja undir sig mannlausa byggingu í nágrenni ríkissjónvarpsins í landinu.
Þetta er haft eftir talsmanni öryggissveita. Tveir árásarmenn og einn öryggisvörður munu hafa fallið í átökum og voru þrír hryðjuverkamenn teknir höndum.