Erlent

Rússar segja samkomulag útiloka hernaðaraðgerðir

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. MYND/AP

Samkomulag utanríkisráðherra stórveldanna um næstu skref í kjarnorkudeilunni við Írana útilokar beitingu hervalds. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í morgun.

Samkomulag náðist á fundi utanríkisráðherra þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, um tilboð sem lagt verður fyrir Írana þar sem þeim verða boðin ýmis hlunnindi ef þeir falla frá kjarnorkuáætlun sinni.

John Negroponte, yfirmaður leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum, sagði í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, í morgun að upplýsingar bandarísku leyniþjónustunnar bentu til þess að ef ekkert yrði að gert gæti svo farið að Íranar hefðu yfir kjarnorkuvopnum að ráða árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×