Ásakanir um fleiri fjöldamorð 2. júní 2006 18:45 Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. Fjöldamorðin sem framin voru í bænum Haditha í Írak í nóvember á síðasta ári hafa hvarvetna vakið óhug og reiði. Flest virðist benda til að þar hafi bandarískir landgönguliðar myrt í hefndarskyni tvær tylftir saklauss fólks, þar á meðal börn og gamalmenni. Nú eru komnar fram nýjar ásakanir um að bandarískir hermenn hafi í mars síðastliðnum framið jafn hroðalegan glæp annars staðar í landinu, í smábænum Ishaqi skammt norður af Bagdad. Á sínum tíma gáfu Bandaríkjamenn þær skýringar að í húsinu hefðu verið menn sem viðriðnir væru starfsemi al-Kaída og því hefði komið til átaka sem lyktaði með því að loftárás var gerð á húsið. Írakar segja hins vegar að innandyra hafi að mestu verið konur og börn. Írösk stjórnvöld hafa sjálf hafið rannsókn á morðunum í Haditha og Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hermenn myndu eftirleiðis fá sérstaka kennslu í siðfræði. Þótt ráðamenn hafi fordæmt ofbeldið og heitið hörðum refsingum hlýtur sú spurning að vakna hvort einungis óbreyttir hermenn beri á því ábyrgð. Í Ishaqi voru herþotur notaðar til að eyðileggja hús og íbúar Haditha staðhæfa að það hafi líka verið gert þar en til þess þarf skipun frá yfirmönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira
Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. Fjöldamorðin sem framin voru í bænum Haditha í Írak í nóvember á síðasta ári hafa hvarvetna vakið óhug og reiði. Flest virðist benda til að þar hafi bandarískir landgönguliðar myrt í hefndarskyni tvær tylftir saklauss fólks, þar á meðal börn og gamalmenni. Nú eru komnar fram nýjar ásakanir um að bandarískir hermenn hafi í mars síðastliðnum framið jafn hroðalegan glæp annars staðar í landinu, í smábænum Ishaqi skammt norður af Bagdad. Á sínum tíma gáfu Bandaríkjamenn þær skýringar að í húsinu hefðu verið menn sem viðriðnir væru starfsemi al-Kaída og því hefði komið til átaka sem lyktaði með því að loftárás var gerð á húsið. Írakar segja hins vegar að innandyra hafi að mestu verið konur og börn. Írösk stjórnvöld hafa sjálf hafið rannsókn á morðunum í Haditha og Bandaríkjaher tilkynnti í gær að hermenn myndu eftirleiðis fá sérstaka kennslu í siðfræði. Þótt ráðamenn hafi fordæmt ofbeldið og heitið hörðum refsingum hlýtur sú spurning að vakna hvort einungis óbreyttir hermenn beri á því ábyrgð. Í Ishaqi voru herþotur notaðar til að eyðileggja hús og íbúar Haditha staðhæfa að það hafi líka verið gert þar en til þess þarf skipun frá yfirmönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Sjá meira