Erlent

Maður særðist í aðgerðum hryðjuverkalögreglu

Maður særðist, þó ekki alvarlega, þegar hryðjuverkalögreglan í Bretlandi réðst inn í hús hans í Lundúnum í gær og skaut hann. Talið var að í húsinu væru búin til efnavopn. Yfir 250 lögreglumenn tóku þátt í árásinni og er aðgerð hryðjuverkalögreglunnar þar í landi ein sú umfangsmesta í langan tíma. Maðurinn sem skotinn var er 23 ára. Hann er nú á sjúkrahúsi og á batavegi. Grunsemdir lögreglunnar virtust þó ekki á rökum reistar því engin ummerki um vopnagerð, funndust í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×