Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort viðurkenna eigi Ísrael

MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur ákveðið að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Palestínumenn eigi að viðurkenna Ísraelsríki. Tilraunir til að fá ríkisstjórn Hamas-samtakanna til að samþykkja tilvist Ísraels hafa ekki borið árangur og því hefur forsetinn ákveðið að þjóðin skuli eiga síðasta orðið. Búist er við að síðar í dag verði tilkynnt hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan verði haldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×