Erlent

Hamas-samtökin fá frest til fimmtudags

Abbas fundar með framkvæmdaráði PLO-samtakanna í Ramallah í dag.
Abbas fundar með framkvæmdaráði PLO-samtakanna í Ramallah í dag. MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ákvað í dag að veita Hamas-samtökunum lengri frest til að taka afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðurkenningu á tilvist Ísraels. Tilraunir til að fá ríkisstjórn Hamas-samtakanna til að samþykkja tilvist landsins hafa ekki borið árangur enn sem komið er og því hefur forsetinn ákveðið að palestínska þjóðin skuli eiga síðasta orðið. Eftir fund Abbasar og framkvæmdaráðs PLO-samtakanna í Ramallah í dag tilkynnti forsetinn að Hamas-samtökin fái frest til fimmtudags til að taka afstöðu til hinnar fyrirhugðu þjóðaratkvæðagreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×