Erlent

Ítalskir hermenn ekki kallaðir fyrr heim

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu MYND/Reuters

Ítalir munu ekki kalla herlið sitt fyrr heim frá Írak en áður var áætlað. Romano Prodi, sem tók við forsætisráðherraembættinu á Ítalíu í síðasta mánuði, tilkynnti þetta á ítalska þinginu í dag. Pressa frá almenningi um að ítalska herliðið yrði kallað tafarlaust heim jókst í gær eftir að einn hermanna þess beið bana og fjórir særðust í sprengjuárás á bílalest ítalska hersins í sðurhluta Írak í gær. Þrjátíu og tveir Ítalir hafa fallið í Írak frá því stríðið í landinu hófst fyrir rúmum þremur árum en þar eru nú 2700 ítalskir hermenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×